Úrval - 01.04.1956, Page 57
I STUTTTJ MÁLI
55
frá félögunum, sem allir svör-
uðu vitlaust, voru svo sterk, að
eigin dómgreind varð að lúta í
lægra haldi.
Tilraunirnar voru endurtekn-
ar við þrjá háskóla. Þegar allt
var með felldu, þ. e. engum upp.
álagt að svara vitlaust, urðu
skekkjurnar færri en 1%. En
undir eins og aliur hópurinn
nema einn stúdent var látinn
svara með sömu vitleysunni,
fjölgaði skekkjunum hjá þess-
um eina upp í 36,8%.
Stúdentarnir, sem blekktir
voru, gáfu mjög athyglisverðar
skýringar á hinu skakka mati
sínu. Sumir kváðust hafa álykt-
að sem svo: „Hinir hljóta að
hafa rétt fyrir sér, fyrst þeir
eru allir sammála. Mér hlýtur
að hafa missýnzt." Aðrir kváð-
ust ekki hafa viljað „koma rugl-
ingi á tilraunirnar". Uggvænlegt
má það teljast, að sumir álykt-
uðu sem svo: „Það hlýtur eitt-
hvað að vera bogið við mig,
og því verð ég umfram allt að
leyna.“
Sterkust voru sefjunaráhrif-
in, þegar allir, er samkvæmt fyr.
irmælum svöruðu rangt, voru
sammála. Ef einum úr þeim hópi
var uppálagt að svara rétt,
styrkti það þann, sem tilraunin
var gerð á, í trúnni á eigin dóm-
greind og skekkjurnar urðu að-
eins f jórðungur af því sem þær
höfðu áður verið! Ef aðeins
voru hafðir tveir stúdentar í
hóp og öðrum uppálagt, að
svara vitlaust, hafði það sjald-
an nokkur áhrif á dómgreind
hins. En strax og einum var
bætt við, fjölgaði skekkjunum
upp í 13,6%. Og í fjögra manna
hópi, þar sem þrír svöruðu vit-
laust, fjölgaði skekkjunum upp
í 31,8%.
Það er öllum hollt, einmitt nú
á tímum hinnar miklu áróðurs-
tækni, að gera sér ljóst, hve ein-
staklingurinn er í raun og veru
áhrifagjarn og hve erfitt er fyr-
ir hann að vera sjálfstæður í
dómum sínum.
Leyndardómurinn um ratvísi
laxins ráðin?
Eins og allir vita, hrygnir
laxinn í fersku vatni við upptök
fljóta síðla sumars. Um vorið
koma seiðin úr eggjunum. Þeg-
ar þau hafa náð tiltekinni stærð,
leita þau til hafs. I sjónum eru
næringarskilyrði betri en í
fersku vatni og þar verða seiðin
að kynþroska löxum á furðulega
skömmum tíma, en þá leitar
laxinn aftur til fæðingarstöðva
sinna til að hrygna. Evrópski
laxinn fer þessa ferð til sjávar
og aftur upp árnar til að hrygna
oft á ævi sinni, en stóri Kyrra-
hafslaxinn, sem leitar upp árn-
ar á vesturströnd Ameríku,
hrygnir aðeins einu sinni og deyr
síðan — örmagna eftir langa
og stranga ferð upp straum-
harðar ár, sumar 1500 km
langar.
Knúinn af óskeikulli eðlishvöt
leitar laxinn alltaf til árinnar
sem hann fæddist í. Þessi ó-