Úrval - 01.04.1956, Síða 57

Úrval - 01.04.1956, Síða 57
I STUTTTJ MÁLI 55 frá félögunum, sem allir svör- uðu vitlaust, voru svo sterk, að eigin dómgreind varð að lúta í lægra haldi. Tilraunirnar voru endurtekn- ar við þrjá háskóla. Þegar allt var með felldu, þ. e. engum upp. álagt að svara vitlaust, urðu skekkjurnar færri en 1%. En undir eins og aliur hópurinn nema einn stúdent var látinn svara með sömu vitleysunni, fjölgaði skekkjunum hjá þess- um eina upp í 36,8%. Stúdentarnir, sem blekktir voru, gáfu mjög athyglisverðar skýringar á hinu skakka mati sínu. Sumir kváðust hafa álykt- að sem svo: „Hinir hljóta að hafa rétt fyrir sér, fyrst þeir eru allir sammála. Mér hlýtur að hafa missýnzt." Aðrir kváð- ust ekki hafa viljað „koma rugl- ingi á tilraunirnar". Uggvænlegt má það teljast, að sumir álykt- uðu sem svo: „Það hlýtur eitt- hvað að vera bogið við mig, og því verð ég umfram allt að leyna.“ Sterkust voru sefjunaráhrif- in, þegar allir, er samkvæmt fyr. irmælum svöruðu rangt, voru sammála. Ef einum úr þeim hópi var uppálagt að svara rétt, styrkti það þann, sem tilraunin var gerð á, í trúnni á eigin dóm- greind og skekkjurnar urðu að- eins f jórðungur af því sem þær höfðu áður verið! Ef aðeins voru hafðir tveir stúdentar í hóp og öðrum uppálagt, að svara vitlaust, hafði það sjald- an nokkur áhrif á dómgreind hins. En strax og einum var bætt við, fjölgaði skekkjunum upp í 13,6%. Og í fjögra manna hópi, þar sem þrír svöruðu vit- laust, fjölgaði skekkjunum upp í 31,8%. Það er öllum hollt, einmitt nú á tímum hinnar miklu áróðurs- tækni, að gera sér ljóst, hve ein- staklingurinn er í raun og veru áhrifagjarn og hve erfitt er fyr- ir hann að vera sjálfstæður í dómum sínum. Leyndardómurinn um ratvísi laxins ráðin? Eins og allir vita, hrygnir laxinn í fersku vatni við upptök fljóta síðla sumars. Um vorið koma seiðin úr eggjunum. Þeg- ar þau hafa náð tiltekinni stærð, leita þau til hafs. I sjónum eru næringarskilyrði betri en í fersku vatni og þar verða seiðin að kynþroska löxum á furðulega skömmum tíma, en þá leitar laxinn aftur til fæðingarstöðva sinna til að hrygna. Evrópski laxinn fer þessa ferð til sjávar og aftur upp árnar til að hrygna oft á ævi sinni, en stóri Kyrra- hafslaxinn, sem leitar upp árn- ar á vesturströnd Ameríku, hrygnir aðeins einu sinni og deyr síðan — örmagna eftir langa og stranga ferð upp straum- harðar ár, sumar 1500 km langar. Knúinn af óskeikulli eðlishvöt leitar laxinn alltaf til árinnar sem hann fæddist í. Þessi ó-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.