Úrval - 01.04.1956, Page 61
1 STUTTU MÁLI
59
ingu eftir þeirri góðu reglu, að
nýtt líf skuli ekki byrja að vaxa
fyrr en vaxtarskilyrðin eru góð.
Fjöldi einærra plantna byrjar
ekki að spíra fyrr en fallið hef-
ur það mikið regn að framtíð
þeirra sé borgið. Spurningin er
hvernig frækorn, sem haldið
getur frjómagni sínu árum sam-
an, ,,viti“ hvenær fallið hefur
nægilega mikið regn. Það er
ekki rakinn einn sem ræður úr-
slitum. Grasafræðingar hafa
lagt þessi fræ í rakan sand í
tilraunagörðum sínum, en ekki
tekizt að fá þau til að spíra.
Vatnið verður að falla af himni
sem regn til þess að þau fáist
til að spíra! En hvernig getur
frækornið fundið, hvort vatnið
kemur úr réttri átt? Auðvitað
,,finnur“ sáðkornið það ekki. En
einungis vatn sem fellur til
jarðar getur skolað burt því
efni í frækorninu, sem er hemill
á vöxt þess. Þá fyrst þegar
þetta efni hefur skolazt burt,
getur fræið spírað. Önnur fræ
eru þeirrar náttúru, að seltan í
eyðimerkursandinum er hemill
á vöxt þeirra, og þau byrja ekki
að spíra fyrr en nægilega mikið
regn hefur skolað burt saltinu.
Ýmsar grasfrætegundir spíra
ekki fyrr en sandurinn í kring-
um þau hefur verið rakur í
marga daga, en til þess þarf
mikla úrkomu.
Takmörkun fæðinga hjá ýms-
um runnkenndum trjátegundum
sem vaxa í uppþornuðum árfar-
vegum í eyðimörkinni, er þó
enn furðulegri. Aldin þeirra
eru svo hörð, að þau geta legið
árum saman í vatni án þess að
spíra. En ef skurnið er brotið
eða núið sundur, spíra þau
strax. Þessvegna spíra þessi ald-
in ekki fyrr en eftir svo stór-
fellda rigningu, að í farveginum
myndast beljandi árflaumur,
sem með möl og sandi nýr í
sundur og brýtur aldinskurnin.
Með þessu er tryggt, að nægi-
legt vatn verði til þess að ald-
inin geti skotið rótum það
djúpt, að þær nái niður í jarð-
vatnið, en það tekur raunar ekki
langan tíma, því að ræturnar
vaxa fimm sinnum hraðar en
stönglar og blöð.
Svo nákvæm er þessi samstill-
ing platnanna við lífsskilyrðin,
að færri en 1% fræjanna spírar
áður en nægilegt regn hefur fall-
ið. Þau láta ekki gabba sig! Um
helmingur hinna einæru platna,
sem spíra, ná að þroskast og
bera blóm. Þannig sér þessi tak_
mörkun fæðinga fyrir því, að
gróðurinn geti lifað áfram, jafn-
vel í Dauðadalnum.
0-0-0