Úrval - 01.04.1956, Side 69
IWeð tilkomu sjálfvirkra véla er að gerast
einhver mesta breyting, sem orðið
hefur í sögu mannkynsins.
Iðnbyltingin síðari.
Grein úr „Sonntagsblatt",
eftir Friedrich Zimmermann.
JC'F treysta má öllum sólar-
merkjum, stöndum vér enn
á ný á merkilegum tímamótum
í iðnþróun vorri. Menn tala full-
um fetum um „síðari iðnbylt-
inguna“, en þessi vígorð segja,
eins og öll vígorð, aðeins hálf-
an sannleika. Þau vísa til þess
að nýr og mikilvægur áfangi
sé að hefjast, en í rauninni er
hér eigi um nýja byltingu að
ræða, heldur eðlilega þróun og
greiningu þeirrar miklu, sögu-
legu framvindu, sem vér nefn-
um iðn- og félagsmálabyltingu
vorra tíma og hófst fyrir réttri
öld.
Það er hin sjálfvirka verk-
smiðja, sem hér er um að ræða,
eða „sjálvirknin" (Automation)
eins og hugtakið sjálft er nefnt
í Ameríku, þar sem þessi þróun
er lengra komin en í Vestur-
evrópu. í þessum sjálfvirku
verksmiðjum er öll vinna, hversu
flókin sem hún er, unnin af sjálf-
virkum vélum með stálörmum
og vélrænum hreyfitækjum, sem
leysa af hendi þau verk, er menn
unnu áður. Gerviaugu og eyru
stjórna verkinu og að baki
þeirra er furðuverkið mikla, raf-
eindaheilinn, sem tengir saman
og stjórnar öllu.
Afstaða mannanna til vélanna
hefur alla tíð verið tvíbent:
annarsvegar fögnuðu þeir hin-
um tæknilegu framförum og
hinum geysilega vinnusparnaði
sem fylgdi þeim; hinsvegar sáu
verkamenn og öll vinnandi al-
þýða í þeim ógnun við lífsbjarg-
armöguleika sína. Af þeim sök-
um kom það ósjaldan fyrir í
upphafi vélaaldarinnar, að
verkamenn eyðilögðu vélar.
Fyrsta vélin, sem verulega
kvað að í iðnaðinum, var vél-
knúni vefstóllinn. I raun og veru
var hann ekki vél í uppruna-
legum skilningi, heldur sjálfvirk
vél, því að megineinkenni vélar
var nýting gufuafls og seinna
annarra orkulinda. En vélavef-
stóllinn leysti af hendi sjálfvirkt
starf, sem ótal margar þjálfað-
ar hendur höfðu fram að þeim
tíma unnið. Og þegar þessar
hendur urðu iðjulausar vegna
þess að vélavefstóllinn var kom-