Úrval - 01.04.1956, Side 72

Úrval - 01.04.1956, Side 72
70 ÚRVAL Þessa aðferð er nú hægt að yfirfæra á hverskonar fram- leiðslu, eftir að rafeindaheilinn hefur skapað skilyrði til þess. Einnig hér er gataspjaldið und- irstaða hinnar sjálfvirku fram- leiðslu, því að það stýrir, með aðstoð rafeindaheilans, _ öllum gangi framleiðslunnar. I gata- spjaldið er allt undirbúnings- hugarstarf mannsins mótað, hundruð hugmynda þúsunda heila. En þegar það hefur einu sinni verið mótað á spjaldið, tekur rafeindaheilinn við stjórn. inni. Við færibandið má þá setja í stað manna þar til gerðar vél- ar, sem gera nákvæmlega sömu handtök og verkamennirnir gerðu áður. Einmitt vegna þess að hreyfingar og handtök hvers verkamanns höfðu verið gerð svo einföld og fábrotin, geta stálhendur nú tekið við af mannshöndum, og í stað manns- augans getur komið rafmagns- augað eða fótósellan, sem með raftaugakerfi sínu stjórnar gangi verksins í samræmi við það sem í upphafi var mótað á gataspjald rafeindaheilans. Á þennan hátt hafa Ford- verksmiðjurnar í Detroit um nokkurt skeið smíðað og sett saman hreyfla án þess að mannshönd komi þar nokkurs- staðar nærri. Skæðasti keppi- nautur þeirra, General Motors, hefur einnig tekið upp sjálf- virkni í framleiðslu sinni. í mörgum öðrum iðngreinum er farið að taka meira og minna sjálfvirkar vélar í notkun, og sjá menn nú hilla undir fram- tíðardrauminn: algerlega sjálf- virka verksmiðju, sem mötuð er (sjálfvirkt) á hráefninu og skilar frá sér hlutnum fullgerð- um, hvort sem það er nú bíll, smíðavél, útvarps- eða sjón- varpstæki. Hið mikla verk- smiðjubákn verður mannlaust, ef frá eru taldir örfáir eftirlits- menn, sem þar eru á ferli. En til þess að leysa af hendi hina geysimiklu og margbrotnu undirbúningsvinnu, sem nauð- synleg er áður en hin sjálfvirka framleiðsla getur hafizt, þarf mikinn f jölda vísinda- og tækni- lærðra manna; ekki verður held- ur komizt hjá því að hafa menn til þess að líta eftir hinum sjálf- virku vélum. Kröfurnar, sem gerðar verða til verkamannsins í þessum verksmiðjum verða þannig miklar, hann hefur sig upp yfir vélina, verður ekki leng- ur þræll hennar, heldur umsjón- armaður og tæknifræðingur, hann þarf ekki lengur að standa við færibandið, sjálfvirk vél hef- ur tekið við því hlutverki. I þessa átt mun þróunin stefna næstu áratugina, þetta er síð- ari iðnbyltingin, og hún mun miklu fremur verða til góðs en ills, því að hún mun losa mann- inn undan þrældómsoki vélanna og lyfta honum aftur upp í sinn fyrri virðingarsess. Það er í hæsta máta tíma- bært, að þessi nýja iðnbylting skuli hafa fært oss þessar sjálf-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.