Úrval - 01.04.1956, Page 78
76
ÚRVAL
mikla og almenna ertingar-
möguleika sé að ræða, og enda
þótt krabbamein í lungum geti
stafað af öðrum orsökum, eru
sigarettureykingar vafalaust að-
alorsökin. Grunur var fallinn
á sígarettuna þegar fyrir síð-
ustu heimsstyrjöld, en sannanir
fengust ekki fyrr en árið 1950,
þegar Ameríkumennirnir Wynd-
er og Gi'aham birtu nákvæmar
skýrslur um 600 menn, sem
látizt höfðu úr lungnakrabba.
Þeir báru reykingavenjur þeirra
saman við hóp manna, sem eft-
irlit var haft með, og ekki höfðu
krabbamein. Af lungnakrabba-
sjúklingunum voru aðeins 1,3%
sem ekki reyktu, en 14,1% af
tilraunahópnum, 51% af hinum
látnu höfðu reykt mikið, en að-
eins 19% af tilraunahópnum.
Þessar tölur höfðu mikla þýð-
ingu, því að hér gat ekki verið
um tilviljun að ræða. Nokkru
seinna birtu Bretarnir Doll og
Hill bráðabirgðaskýrslu um
svipaðar rannsóknir, sem hóf-
ust 1947, og komust að sömu
niðustöðu: Lungnakrabbi var
áfar sjaldgæfur hjá þeim sem
ekki reyktu, en þeim mun al-
gengari, sem meira var reykt.
Síðan hafa ellefu slíkar athug-
anir farið fram víðsvegar um
heim. Niðurstöðurnar hafa alls-
staðar orðið svipaðar og hafa
staðfest þann grun, að náið
samband sé milli lungnakrabba
og reykinga.
Enda þótt mjög hafi dregið
úr vindla- og pípureykingum,
síðustu sextíu árin, hafa síga-
rettureykingar stöðugt farið
vaxandi. A bað bæði við um
konur og karla, en þó má telja
að konur séu 30 árum á eftir
körlum að því er sígarettureyk-
ingar snertir, því að þær byrja
ekki að reykja að ráði fyrr en
eftir 1920. Ef það er rétt, sem
margir álíta, að ekki sé veru-
leg hætta á krabbameini fyrr
en eftir 15 ára reykingar, kem-
ur vöxtur lungnakrabbans vel
heim við aukningu sígarettu-
reykinganna.
Á öðrum sviðum hefðu slíkar
rannsóknir og niðurstöður vak-
ið óskipta athygli og menn
hefðu skjótt brugðist til varnar.
En það gegnir öðru máli með
reykingar. Flest okkar reykja,
og við höfum tekið þann kost
að láta sem niðurstöður rann-
sóknanna kæmu okkur ekkert
við. Menn eru líka yfirleitt van-
trúaðir á opinberar skýrslur.
Þar við bætist og, að ýmsir urðu
til þess að véfengja niðurstöð-
urnar og töldu þær byggðar á
röngum forsendum.
1 rauninni hafa aðeins komið
fram tvær rökstuddar mótbár-
ur gegn niðurstöðum rannsókn-
anna. Hin fyrri er sú, að rann-
sóknirnar hafi verið of einhliða,
hafi byggst á athugunum á
mönnum, sem vitað var að
höfðu lungnakrabba. Væri því
ekki ósennilegt, að um einhverja
dulda skekkju gæti verið að
ræða í athugununum. Hin mót-
báran er sú, að það hafi alls