Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 78

Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 78
76 ÚRVAL mikla og almenna ertingar- möguleika sé að ræða, og enda þótt krabbamein í lungum geti stafað af öðrum orsökum, eru sigarettureykingar vafalaust að- alorsökin. Grunur var fallinn á sígarettuna þegar fyrir síð- ustu heimsstyrjöld, en sannanir fengust ekki fyrr en árið 1950, þegar Ameríkumennirnir Wynd- er og Gi'aham birtu nákvæmar skýrslur um 600 menn, sem látizt höfðu úr lungnakrabba. Þeir báru reykingavenjur þeirra saman við hóp manna, sem eft- irlit var haft með, og ekki höfðu krabbamein. Af lungnakrabba- sjúklingunum voru aðeins 1,3% sem ekki reyktu, en 14,1% af tilraunahópnum, 51% af hinum látnu höfðu reykt mikið, en að- eins 19% af tilraunahópnum. Þessar tölur höfðu mikla þýð- ingu, því að hér gat ekki verið um tilviljun að ræða. Nokkru seinna birtu Bretarnir Doll og Hill bráðabirgðaskýrslu um svipaðar rannsóknir, sem hóf- ust 1947, og komust að sömu niðustöðu: Lungnakrabbi var áfar sjaldgæfur hjá þeim sem ekki reyktu, en þeim mun al- gengari, sem meira var reykt. Síðan hafa ellefu slíkar athug- anir farið fram víðsvegar um heim. Niðurstöðurnar hafa alls- staðar orðið svipaðar og hafa staðfest þann grun, að náið samband sé milli lungnakrabba og reykinga. Enda þótt mjög hafi dregið úr vindla- og pípureykingum, síðustu sextíu árin, hafa síga- rettureykingar stöðugt farið vaxandi. A bað bæði við um konur og karla, en þó má telja að konur séu 30 árum á eftir körlum að því er sígarettureyk- ingar snertir, því að þær byrja ekki að reykja að ráði fyrr en eftir 1920. Ef það er rétt, sem margir álíta, að ekki sé veru- leg hætta á krabbameini fyrr en eftir 15 ára reykingar, kem- ur vöxtur lungnakrabbans vel heim við aukningu sígarettu- reykinganna. Á öðrum sviðum hefðu slíkar rannsóknir og niðurstöður vak- ið óskipta athygli og menn hefðu skjótt brugðist til varnar. En það gegnir öðru máli með reykingar. Flest okkar reykja, og við höfum tekið þann kost að láta sem niðurstöður rann- sóknanna kæmu okkur ekkert við. Menn eru líka yfirleitt van- trúaðir á opinberar skýrslur. Þar við bætist og, að ýmsir urðu til þess að véfengja niðurstöð- urnar og töldu þær byggðar á röngum forsendum. 1 rauninni hafa aðeins komið fram tvær rökstuddar mótbár- ur gegn niðurstöðum rannsókn- anna. Hin fyrri er sú, að rann- sóknirnar hafi verið of einhliða, hafi byggst á athugunum á mönnum, sem vitað var að höfðu lungnakrabba. Væri því ekki ósennilegt, að um einhverja dulda skekkju gæti verið að ræða í athugununum. Hin mót- báran er sú, að það hafi alls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.