Úrval - 01.04.1956, Page 83
SÝND OG VERULEIKI Á JAMAÍKA
81
dýnu. Börnin sofa á gólfinu.
Fatageymslan er snúra. Dýr-
mætasta eignin — hjónin eiga
sína leðurskóna hvort — er
geymd í blikkdunk til þess að
verja hana fyrir gráðugum
skordýrum hitabeltisins. í einu
horni bambuskofans er einskon-
ar stássstofa, þar sem veggirn-
ir eru klæddir marglitum for-
síðum ameríska myndablaðsins
,,Life“, myndum af kvikmynda-
leikurum og stjórnmálamönnum
úr „Saturday Evening Post“
og auglýsingum úr „Jamaica
Courier“.
Annars er kofinn hreinn og
þokkalegur að innan. Fjölskyld-
an baðar sig á hverjum degi í
gruggugum læk; þangað sækir
hún einnig drykkjarvatn sitt og
þar þvær frú Nelson þvott sinn.
Á hverjum morgni þvær hún
fötin ■—■ tvær rósóttar blússur
úr japönsku gervisilki, lérefts-
buxur og skyrtur, hvorttvegga
stagbætt. Loftslagið léttir af
fjölskyldunni miklum fataá-
hyggjum; fram á fjórða ár
klæðast börnin ekki öðru en
blómi í hárið.
Matreiðslan fer fram undir
berum himni. Soðið er í göml-
um marmelaðistauk, mestmegn-
is grænmeti: batata, hinar sætu
kartöflur hitabeltisins, grænir
bananar, jamrætur og gul hýð-
ishrísgrjón. En stundum er
,,potturinn“ tómur og börnin
verða sjálf að ná sér í eitthvað
í svanginn, líkt og flækings-
hundar.
íbúar Jamaíka, sem er. lítið
stærri en Korsíka eða Kýpur,
eru hálf önnur milljón. Jafnvel
hitabeltiseyja með allri sinni
frjósemi getur ekki brauðfætt
slíkan fjölda, og þar við bæt-
ist, að fólkinu fjölgar eins og
kanínum. En frjósemi jarðvegs-
ins er ekki óþr jótandi; sumstað-
ar er hann orðinn snauður og
þurr. Jim Nelson á örlítinn ban-
analund, lítinn batatagarð og
einn kókospálma, sem ber 70
hnetur. Að vísu eru lífsnauð-
synjar ódýrar — kaffipundið
kostar t. d. tvær krónur — en
það verður þó að afla þeirra
fyrst.
Fólkið leitar sér atvinnu á
sykurreyrsökrunum, í romm-
verksmiðjunum, á bananaplant-
ekrunum, í vindlaverksmiðjun-
um og á kaffiekrunum — en
launin eru þau lægstu sem þekkj-
ast í brezka heimsveldinu. Samt
möglar fólkið ekki meðan það
hefur atvinnu. En þegar lokið
er að skera sykurreyrinn, sort-
éra kaffið og botninn hefur ver-
ið sleginn í síðustu rommtunn-
una, stendur fólkið uppi atvinnu.
laust. Atvinnnuleysið er skugga-
hlið Jamaíka. Um þriðjungur
íbúanna er stöðugt atvinnulaus.
Nelson vann um skeið í bauxít-
námu og fékk 14 pund, um 640
krónur, á mánuði í laun, en svo
varð hann að víkja fyrir öðrum
verkamanni.
Bauxít er helzta framtíðarvon
Jamaíka. IJr bauxíti er fram-
leitt alúmíníum. Rannsóknir