Úrval - 01.04.1956, Qupperneq 84
82
ÚRVAL
hafa' leitt í ljós, að á Jamaíka
eru einhverjar auðugustu baux-
ítnámur í heimi; en Nelson bíð-
ur enn eftir atvinnu.
Hið slæma efnahagsástand
veldur margskonar óánægju.
Jafnvel enskir kaupsýslumenn
í Kingston, hinni nýtízkulegu
höfuðborg eyjunnar, leita að
skotspón fyrir óánægju sína;
þeir kenna heimalandinu um allt
illt. Eins og Jackson til dæmis.
Ég hitti hann á skrifstofu út-
flutningsfyrirtækis. Þessi brezki
kaupsýslumaður sneri hnettin-
um gramur og kvartaði undan
því hve langt væri til London.
Hann bar sig upp undan brezku
túristunum, sem koma í land
með brauðpakkana sína oghorfa
í hvern eyri. Margir láta sér
nægja að koma í hinn nafntog-
aða auglýsingabar rommfram-
leiðenda, þar sem menn geta
orðið pöddufullir fyrir ekki
neitt.
En hitabeltisrómantíkin ein
nægir ekki, og jafnvel sólskins-
ey eins og Jamaíka getur ekki
um alla eilífð lifað á litskrúð-
ugum rommflöskumiðum. Það
kom til verkfalls á sykurreyrs-
ökrunum. Jackson bölvaði for-
réttindum kauphallarbraskar-
anna í London, sem kaupa syk-
ur frá Vesturindíum undir
heimsmarkaðsverði og selja
hann með miklum hagnaði. ,,Það
veit guð,“ sagði hann, ,,að við
hér á Jamaíka erum allir sam-
mála. Við erum í sama bát, hvít.
ir jafnt og svartir, svo langt
er nú komið!“
En í brezka utanríkisráðu-
neytinu eru menn tregir til að
slaka á verzlunarhöftunum,
hafa heldur kosið að veita eyj-
unni ýms önnur réttindi. Jama-
íka hefur lengi haft löggjafar-
ráð, þing, sem skipað er negr-
um og múlöttum, og mun nú
brátt öðlast sjálfstjórn. En hin-
ir þeldökku stjórnmálamenn
eyjunar hafa ekki fengið miklu
meira áorkað fyrir fólkið en em-
bættismenn brezku nýlendu-
stjórnarinnar. Foringi negr-
anna, Bustemente, sem lofaði
löndum sínum bílum og kæli-
skápum, var ekki endurkjörinn.
Er nú annar tekinn við. Dag
nokkurn kom ég að Jim Nelson
þar sem hann var að rýna í
tætlur af landabréfi. Hann var
að hugsa um að flytja af landi
burt. Til Englands. Bróðir hans
er póstmaður í London og unir
vel hag sínum. Margir eyjar-
skeggja hafa fetað í fótspor
hans. Póststjórnin í London er
mjög ánægð með hina svörtu
starfsmenn sína.
Enginn getur bannað eyjar-
skeggjum að fara til Englands,
því að negrarnir á Jamaíka hafa
brezk vegabréf. Árið 1948 leit-
uðu 400 þeirra sér atvinnu við
Themsá, árið sem leið 8000!
Margir kunna hvorki að lesa né
skrifa — menn hrista höfuðið
og spá þeim ófarnaði. En enginn
negri hefur enn snúið aftur til
Jamaíka.