Úrval - 01.04.1956, Síða 89

Úrval - 01.04.1956, Síða 89
SÓUN Á SNILLIGÁFUM 87 að verða fyrir, áhrif sem ekki ráða minna um mótun persónu- leikans en þeir eiginleikar, sem hann hefur tekið að erfð- um. Þér minntust á lesti. Ekki er líklegt, að til séu sérstök „dyggðakon“ eða „lastakon11, enda þótt rannsóknir á eineggja tvíburum virðist benda til, að glæpahneigð sé að einhverju leyti arfgeng. En ,,glæpur“ er fyrirbrigði, sem er svo nátengt ríkjandi þjóðfélagsástandi á hverjum stað og hverjum tíma, að fullyrða má, að maður sem verður glæpamaður við tiltekn- ar þjóðfélagsaðstæður, hefði getað orðið heiðarlegur og nýt- ur borgari við aðrar aðstæður. P. B.: Þér hafið skrifað: „Sérhver maður deilir með öll- um öðrum mönnum meginhluta verundar sinnar.“ Og einnig: „Allir menn eru í eðli sínu sama efnis.“ Á hinn bóginn hafið þér einnig vitnað í og lagt áherzlu á orð Max Stirners: „Enginn líkist mér, hold mitt er ekki þeirra hold, hugsanir mínar ekki hugsanir þeirra". Annars stað- ar látið þér í Ijós sama álit þeg- ar þér segið, að jafnvel þótt mannkynið eigi eftir að lifa milljónir alda, muni tilviljunin aldrei geta komið í kring ná- kvæmlega eins tengingu litn- inga, en það er einmitt þessi tenging, sem gefur hverjum ein- stakling sérkenni hans. Megum við álykta af þessu, að aldrei muni fæðast hér á jörð tveir menn, sem eru nákvæmlega eins? Þér bendið einnig á, að í líf- fræðilegu tilliti sé einstakling- urinn svo samsamur sjálfum sér, að holdpjötlu, sem tekin er af einum manni, sé ekki hægt að græða á annan mann þannig að hún verði hluti af honum, heldur deyi hún innan tíðar og detti af. Hvernig skýrið þér þetta undarlega fyrirbrigði. úr því að við erum öll sama efnis? Viljið þér skilgreina þessa hluti vísindalega ? J. R.: Við vitum ekki hve marga erfðastofna maðurinn ber í sér, þ. e. frumparta sem gegna sérstöku hlutverki. En að öll- um líkindum eru þeir geysi- margir; nokkrir tugir þúsunda. í hlutfalli við þennan mikla f jölda hljóta því þeir erfðastofn- ar, sem með afbrigðileik sínum ráða sérkennum einstakling- anna, að vera tiltölulega fáir — ef til vill nokkur þúsund. Mun- urinn á tveim einstaklingum, sem teknir eru af handahófi úr hópj. manna, er tilkominn fyrir áhrif erfðastofna, sem skipta tæpast meira en nokkrum tug- um. Þeim eru því tugir þúsunda erfiðastofna sameiginlegir. Við getum því með fullum rétti sagt, að hver svo sem munurinn er á því, sem menn hafa hlotið í arf, þá er hann ekki mikill í samanburði við það sem er þeim sameiginlegt. Við megum ekki gleyma því, að í mannkyninu eru nokkur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.