Úrval - 01.04.1956, Side 97

Úrval - 01.04.1956, Side 97
AÐ LESA I LÖFA 95 ágæta matarlyst, eins og venja er um sjuklinga í afturbata og sjóloftið hafði auk þess góð á- hrif á hana. Þegar ég hafði hám- að í mig tylft af ostrum og drukkið flösku af dökkum bjór fór að draga úr reiði minni í garð A. V. Laiders. En mér þótti þó leitt, að hann skyldi ekki hafa fengið hughreystingar- bréf mitt. Þegar ég var kominn að rifjasteikinni, var mér orðið ljóst, hvílíka þörf hann hefði haft fyrir það. Og þegar ég sat fyrir framan skíðlogandi arin- inn í reykingasalnum, þar sem við báðir höfðum setið fyrir einu ári, kvöldið fyrir burtför mína, og farið að tala saman, þá rifjaðist upp fyrir mér hvert smáatriði í harmsögu hans og samúðin, sem ég hafði haft með honum vaknaði á nýjan leik. Ég sá nafn A. V. Laiders í gestabókinni sama kvöldið og hann kom. Ég hafði sjálfur kom- ið kvöldið áður, og það voru mér vonbrigði, að ekki skyldu vera aðrir gestir en ég. Maður, sem dvelur á baðstað sér til hressingar, vill hafa einhvern sessunaut við máltíðirnar. Ég varð því glaður við þegar ég sá annan gest sitja við borðið andspænis mér daginn eftir. Og það var mér enn meira gleðiefni, að mér sýndist hann vera af því tagi, sem ég kaus helzt. Hann var dularfullur. En með því á ég við að hann leit hvorki út fyrir að vera hermaður, kaupsýslumaður, listamaður né nokkur ákveðin mannteg- und yfirleitt. Það var hægt að velta lengi vöngum yfir honum. Og sem betur fór virt- ist hann ekki hafa í huga að eyðileggja þá ánægju mína með því að taka mig tali. Hann var veiklulegur í útliti, en hafði jafnframt mikla mat- arlyst, og benti það til þess að hann hefði líka verið veikur af inflúenzu. Mér líkaði betur við hann fyrir bragðið. Við horfð- umst í augu öðru hvoru, en lit- um svo jafnan undan. Yfirleitt athuguðum við hvorn annan í laumi. Ég var þess fullviss, að það var ekki eingöngu vegna veikindanna, sem mér leizt svona vel á hann. Mér fannst hann vera gáfulegur á svipinn og sennilega hafði hann líka ríkt ímyndunarafl. Við fyrstu sýn þótti mér hann tortryggilegur. Þegar maður sér náunga með úfið, grátt hár, unglegt andlit og dökkar augabrúnir, dettur manni gjarnan svikahrappur í hug. En það er ekki rétt að láta litasamsetningu hafa slílc áhrif á sig. Álit mitt á gestinum breyttist fljótt. Mér fannst mað. urinn bjóða af sér góðan þokka. Utan Englands væri óhugs- andi að tvær manneskjur dveldu fimm eða sex daga á sama gisti- húsi án þess að talast við. Þetta er einn af kostum Englands. Hefðum við Laider verið fæddir og uppaldir í einhverju öðru landi, myndum við hafa kynnzt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.