Úrval - 01.04.1956, Síða 97
AÐ LESA I LÖFA
95
ágæta matarlyst, eins og venja
er um sjuklinga í afturbata og
sjóloftið hafði auk þess góð á-
hrif á hana. Þegar ég hafði hám-
að í mig tylft af ostrum og
drukkið flösku af dökkum bjór
fór að draga úr reiði minni í
garð A. V. Laiders. En mér
þótti þó leitt, að hann skyldi
ekki hafa fengið hughreystingar-
bréf mitt. Þegar ég var kominn
að rifjasteikinni, var mér orðið
ljóst, hvílíka þörf hann hefði
haft fyrir það. Og þegar ég sat
fyrir framan skíðlogandi arin-
inn í reykingasalnum, þar sem
við báðir höfðum setið fyrir
einu ári, kvöldið fyrir burtför
mína, og farið að tala saman,
þá rifjaðist upp fyrir mér hvert
smáatriði í harmsögu hans og
samúðin, sem ég hafði haft með
honum vaknaði á nýjan leik.
Ég sá nafn A. V. Laiders í
gestabókinni sama kvöldið og
hann kom. Ég hafði sjálfur kom-
ið kvöldið áður, og það voru
mér vonbrigði, að ekki skyldu
vera aðrir gestir en ég. Maður,
sem dvelur á baðstað sér til
hressingar, vill hafa einhvern
sessunaut við máltíðirnar. Ég
varð því glaður við þegar ég
sá annan gest sitja við borðið
andspænis mér daginn eftir. Og
það var mér enn meira gleðiefni,
að mér sýndist hann vera af
því tagi, sem ég kaus helzt.
Hann var dularfullur. En með
því á ég við að hann leit hvorki
út fyrir að vera hermaður,
kaupsýslumaður, listamaður
né nokkur ákveðin mannteg-
und yfirleitt. Það var hægt
að velta lengi vöngum yfir
honum. Og sem betur fór virt-
ist hann ekki hafa í huga að
eyðileggja þá ánægju mína með
því að taka mig tali.
Hann var veiklulegur í útliti,
en hafði jafnframt mikla mat-
arlyst, og benti það til þess að
hann hefði líka verið veikur af
inflúenzu. Mér líkaði betur við
hann fyrir bragðið. Við horfð-
umst í augu öðru hvoru, en lit-
um svo jafnan undan. Yfirleitt
athuguðum við hvorn annan í
laumi. Ég var þess fullviss, að
það var ekki eingöngu vegna
veikindanna, sem mér leizt
svona vel á hann. Mér fannst
hann vera gáfulegur á svipinn
og sennilega hafði hann líka ríkt
ímyndunarafl. Við fyrstu sýn
þótti mér hann tortryggilegur.
Þegar maður sér náunga með
úfið, grátt hár, unglegt andlit
og dökkar augabrúnir, dettur
manni gjarnan svikahrappur í
hug. En það er ekki rétt að láta
litasamsetningu hafa slílc áhrif
á sig. Álit mitt á gestinum
breyttist fljótt. Mér fannst mað.
urinn bjóða af sér góðan þokka.
Utan Englands væri óhugs-
andi að tvær manneskjur dveldu
fimm eða sex daga á sama gisti-
húsi án þess að talast við. Þetta
er einn af kostum Englands.
Hefðum við Laider verið fæddir
og uppaldir í einhverju öðru
landi, myndum við hafa kynnzt