Úrval - 01.04.1956, Qupperneq 99

Úrval - 01.04.1956, Qupperneq 99
AÐ LESA 1 LÓFA 97 fólk þyrpist saman á götu. Það lítur helzt út fyrir, að allur hinn enskumælandi heimur verði ann- að veifið gripinn brennandi á- huga að láta í ljós álit sitt á einhverju málefni — nafnhætti sagna, venjum farfuglanna, trú og þekkingu eða einhverju því- líku. Og verði einhverju tímariti það á að bera málið fram í spurnarformi, er ekki að sökum að spyrja. Ritinu berst ógrynni bréfa hvaðanæva af Bretlands- eyjum. Síðan fara Kanadamenn af stað. Nokkrum vikum seinna er röðin komin að enskumælandi Indverjum. Og loks koma frænd- ur okkar í Ástralíu til skjal- anna. En þá er kominn slíkur móður í heimamenn, að ritstjóra tímaritsins er nóg boðið. Hann sér sig tilneyddan að skera nið- ur umræðurnar — „Umræðum um mál þetta er hér með lokið. Ritstj.“ — og botnar ekkert í að hann skyldi hafa birt alla þessa heimskulegu þvælu í rit- inu. Ég benti Laider á bréf frá Ástralíumanni, sem vakti sér- staka athygli mína. Bréfið var undirritað ,,Melbournebúi“ og var á þá leið, að allar umræður um málið til þessa væru eins og fálm í myrkri. Síðan sló hann botninn í umræðurnar með þeirri staðhæfingu, ,,að þekking er trú, og trú þekk- ing, meira fáum við ekki að vita hér á jörðinni og meira þurfum við ekki að vita“. Ég benti Laider á, hve heilsusam- legt það væri að lesa svona marklausan vaðal, þegar maður hefði legið í inflúenzu. Laider var þeirrar skoðunar, að bréf- ritarinn kynni að hafa rétt fyrir sér að einhverju leyti. Ég hélt því fram, að trú og þekking væru tveir óskyldir hlutir og þar sem heimspekin er ekki mín sterka hlið tók ég dæmi til þess að leiða samtalið inn á svið þar sem ég var betur heima. „Tökum til dæmis lófalestur," sagði ég. ,,Ég get ekki að því gert, að einhvernveginn trúi ég nú á lófalestur.“ Laider hreyfði sig í stólnum. „Trúið þér á listina að lesa í lófa? Éf hikaði. „Já, í rauninni geri ég það, en ég veit ekki hversvegna. Ég gæti fært mörg rök að því að lófalestur sé fjarstæða. Skyn- semi mín viðurkennir ekki slíka firru. Ekki þó svo að skilja, að ekki sé neitt mark takandi á útliti handarinnar — hún gefur oft talsverðar upplýsingar um lyndiseinkun persónunnar. En að liðin og ókomin ævi mín sé skráð í lófa mína —“ Ég yppti öxlum. „Yður geðjast ekki að þeirri tilhugsun?” sagði Laider með sinni mildu og dálítið hátíðlegu rödd. „Mér finnst hún fáránleg.“ „En samt trúið þér á lófa- lestur?“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.