Úrval - 01.04.1956, Side 100

Úrval - 01.04.1956, Side 100
98 'ÚR.VAL ,,Já, þótt undarlegt kunni að virðast, þá geri ég það.“ „Ætli að yður finnist ekki lófalestur fáránlegur, af því að yður er ekkert um hann gefið?“ „Hver er yðar skoðun?" spurði ég og vonaði hálft í hvoru að ég hefði rekizt á skoðana- bróður í vitleysunni. „Mér finnst hann kynlegur." „Trúið þér á hann?“ ,,Fullkomlega.“ „Heyr fyrir því!“ Hann brosti að ánægju minni og sagði rólega: „Yður finnst ég ef til vill vera óskáldlegur, en ég get ekki trúað án sann- ana.“ „Því er eins farið með mig. Ég get ekki talið trú mína sönn- un, og aðra sönnun hef ég ekki.“ Hann spurði mig, hvort ég hefði kynnt mér lófalestur til nokkurrar hlítar. Ég kvaðst hafa lesið eina af bókum Des- barolles fyrir mörgum árum og aðra eftir Heron-Allen. Hann spurði mig þá, hvort ég hefði reynt að sannprófa kenningar þeirra á mér og vinum mínum. Ég skýrði honum frá því, að kynni mín af lófalestri væru mjög lítil — ég hefði aðeins rétt fram höndina, þegar ein: hver hefði boðizt til „að spá“ fyrir mér og kitla með því hé- gómagirnd mína. (Ég var farinn að vona, að Laider myndi gera það líka). „Ég furða mig á að þér skul- uð ekki vera búinn að glata trúnni eftir allan þvættinginn, sem þér hljótið að hafa hlustað á,“ sagði hann. „Það er allt of mikið um það, að hálfvitlausar kerlingar fáist við lófalestur. Ég er viss um að spákonur hafa sagt yður að þér mynduð verða alvarlega veikur þegar þér vær- uð milli fertugs og fimmtugs, og að þó að þér væruð mesti hæglætismaður að eðlisfari, gæt- uð þér sýnt mikinn dugnað og snerpu, ef svo bæri undir. Ann- ars er það svo um flesta, sem iðka lófalestur, að þeir eru ekki hóti betri en spákerlingar.“ Til þess að halda uppi heiðri listarinnar, nefndi ég þrjá lófa- lesara, sem að mínum dómi væru mjög snjallir í skapgerðarlýs- ingum. Hann spurði hvort nokk- ur þeirra hefði getað sagt frá æviferli mínum. Ég viðurkenndi að þeim hefði tekizt það að miklu leyti. Hann virtist hafa gaman af þessum upplýsingum. Síðan spurði hann hvort nokkur þeirra hefði spjáð rétt um fram- tíð mína. Ég kvað þá alla þrjá hafa sagt fyrir atburði, sem síðan hefðu gerzt. Hann spurði hvort ég gæti ekki fallizt á þetta sem sönnun. Ég sagðist líta á þetta sem hreina tilviljun — að vísu alleinkennilega tilviljun.. Mér fannst hann vera drýldinn og dapurlegt bros hans fór í taugarnar á mér. Ég ákvað að' sýna honum fram á, að skoðun hans væri jafnfjarstæðukennd og mín. „Setjum svo,“ sagði ég, „að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.