Úrval - 01.04.1956, Qupperneq 100
98
'ÚR.VAL
,,Já, þótt undarlegt kunni að
virðast, þá geri ég það.“
„Ætli að yður finnist ekki
lófalestur fáránlegur, af því að
yður er ekkert um hann gefið?“
„Hver er yðar skoðun?"
spurði ég og vonaði hálft í hvoru
að ég hefði rekizt á skoðana-
bróður í vitleysunni.
„Mér finnst hann kynlegur."
„Trúið þér á hann?“
,,Fullkomlega.“
„Heyr fyrir því!“
Hann brosti að ánægju minni
og sagði rólega: „Yður finnst
ég ef til vill vera óskáldlegur,
en ég get ekki trúað án sann-
ana.“
„Því er eins farið með mig.
Ég get ekki talið trú mína sönn-
un, og aðra sönnun hef ég ekki.“
Hann spurði mig, hvort ég
hefði kynnt mér lófalestur til
nokkurrar hlítar. Ég kvaðst
hafa lesið eina af bókum Des-
barolles fyrir mörgum árum og
aðra eftir Heron-Allen. Hann
spurði mig þá, hvort ég hefði
reynt að sannprófa kenningar
þeirra á mér og vinum mínum.
Ég skýrði honum frá því, að
kynni mín af lófalestri væru
mjög lítil — ég hefði aðeins
rétt fram höndina, þegar ein:
hver hefði boðizt til „að spá“
fyrir mér og kitla með því hé-
gómagirnd mína. (Ég var farinn
að vona, að Laider myndi gera
það líka).
„Ég furða mig á að þér skul-
uð ekki vera búinn að glata
trúnni eftir allan þvættinginn,
sem þér hljótið að hafa hlustað
á,“ sagði hann. „Það er allt of
mikið um það, að hálfvitlausar
kerlingar fáist við lófalestur.
Ég er viss um að spákonur hafa
sagt yður að þér mynduð verða
alvarlega veikur þegar þér vær-
uð milli fertugs og fimmtugs,
og að þó að þér væruð mesti
hæglætismaður að eðlisfari, gæt-
uð þér sýnt mikinn dugnað og
snerpu, ef svo bæri undir. Ann-
ars er það svo um flesta, sem
iðka lófalestur, að þeir eru ekki
hóti betri en spákerlingar.“
Til þess að halda uppi heiðri
listarinnar, nefndi ég þrjá lófa-
lesara, sem að mínum dómi væru
mjög snjallir í skapgerðarlýs-
ingum. Hann spurði hvort nokk-
ur þeirra hefði getað sagt frá
æviferli mínum. Ég viðurkenndi
að þeim hefði tekizt það að
miklu leyti. Hann virtist hafa
gaman af þessum upplýsingum.
Síðan spurði hann hvort nokkur
þeirra hefði spjáð rétt um fram-
tíð mína. Ég kvað þá alla þrjá
hafa sagt fyrir atburði, sem
síðan hefðu gerzt. Hann spurði
hvort ég gæti ekki fallizt á þetta
sem sönnun. Ég sagðist líta á
þetta sem hreina tilviljun — að
vísu alleinkennilega tilviljun..
Mér fannst hann vera drýldinn
og dapurlegt bros hans fór í
taugarnar á mér. Ég ákvað að'
sýna honum fram á, að skoðun
hans væri jafnfjarstæðukennd
og mín.
„Setjum svo,“ sagði ég, „að