Úrval - 01.04.1956, Síða 101
A£> LESA 1 LÓFA
99
við séum ekkert annað en vilja-
laus verkfæri, að við verðum
að gera það sem okkur er ætl-
að og þola það sem á okkur
er lagt. Setjum svo, að við höf-
um alls ekki frjálsan vilja. Er
þá sennilegt, að skaparinn hefði
farið að skrá æviferil hvers
manns með leyniletri í lófa
hans?“
Laider svaraði engu. I stað
þess bar hann fram aðra óþægi-
lega spurningu: „Trúið þér á
frjálsan vilja?“
„Auðvitað. Við erum fjanda-
kornið ekki viljalaus verkfæri ?“
,,Og trúið þér á frjálsa vilj-
ann á sama hátt og lófalestur-
inn •—■ án sannana?"
„Alls ekki. Það bendir allt til
þess að við höfum frjálsan
vilja.“
„Allt? Hvað til dæmis ?“
Ég var kominn í sjálfheldu.
Eg reyndi að sleppa úr klípunni
með því að segja: „Ég býst við
að þér munuð segja, að það
sé skráð í lófa minn, að ég
trúi á frjálsan vilja.“
„Ég efast ekki um að svo sé.“
Ég rétti fram hendur mínar,
en mér til mikilla vonbrigða leit
hann strax í aðra átt. Hann var
hættur að brosa. Hann kvaðst
vera alveg hættur að lesa
í lófa. Alveg steinhættur.
Hann hristi höfuðið, eins
og hann væri að reyna að
losa sig við óþægilegar endur-
minningar. Ég blygðaðist mín
fyrir klaufaskap minn. Ég flýtti
mér að bæta fyrir hann með
því að segja, að jafnvel þó að ég
kynni að lesa í lófa, myndi ég
ekki gera það af ótta við þau
hryllilegu leyndarmál, sem ég
myndi uppgötva.
„Hryllilegu leyndarmál, já,“
sagði hann og starði í aringlóð-
ina.
„Ekki svo að skilja, að það
sjáist neitt hryllilegt í mínum
lófum,“ sagði ég.
Hann leit á mig. „Þér hafið
til dæmis ekki myrt mann?“
„Nei,“ svaraði ég og reyndi
að kreista upp úr mér hlátur.
„En það hef ég gert.“
Mér brá heldur en ekki við
þessar upplýsingar; hann tók
eftir því og bað mig afsökunar.
,,Ég skil ekkert í mér að vera að
minnast á þetta,“ sagði hann.
„Ég er yfirleitt mjög dulur. En
stundum —.“ Hann strauk hend-
inni um ennið,
Ég bað hann að hætta að
hugsa um þetta.
„Það er fallegt af yður að
tala svona — en ég er búinn
að koma okkur báðum í klípu.
En ég fullvissa yður um að lög-
reglan hefur aldrei lýst eftir
mér. Ef ég færi inn á lögreglu-
stöð og lýsti sökinni á hendur
mér, myndi lögreglan vísa mér
á dyr. Ég er ekki morðingi í
venjulegum skilningi. Alls ekki.“
Mér létti stórum, og hann
hlýtur að hafa tekið eftir því,
því að hann bætti við: „En þér
skuluð þó ekki ímynda yður að
ég sé saklaus. Frá siðferðilegu
sjónarmiði er ég morðingi."