Úrval - 01.04.1956, Side 102
100
tTRVAL,
Hann leit á klukkuna. Ég
benti á, að enn væri ekki áliðið
kvölds. Hann fullvissað mig um,
að frásögnin væri ekki löng. Ég
kvaðst vona að hún væri það.
Hann sagði að þetta væri mjög
vinsamlega mælt af mér. Ég bar
á móti því. Hann gaf í skyn, að
frásögn hans myndi styrkja
hina veiku trú mína á lófalestr-
inum og kollvarpa öllum rök-
stuðning um frjálsan vilja. ,,Það
skiptir engu máli,“ sagði ég.
Hann rétti höndina annars hug-
ar að eldinum. Ég hagræddi mér
í stólnum.
*
„Þessar hendur bera þess vott
að ég er mjög veiklundaður mað-
ur,“ sagði hann. „Ég býst við
að þér séuð nógu fróður í lófa-
lestri til að sjá það. Þér sjáið
að þumalfingurinn og vísifing-
urinn eru mjög litlir. Þetta eru
hendur viljalítils og viðkvæms
manns — manns, sem skortir
sjálfstraust og hopar þegar á
hólminn kemur. Hamlet hafði
svona hendur,“ sagði hann og
brosti. „Það er fleira líkt með
mér og Hamlet: ég er ekki
brjálaður, samvizka mín er við-
kvæm og ég er óheppinn. En
Hamlet var að einu leyti heppn-
aiú en ég: hörmulegar aðstæð-
ur ollu því að hann drýgði morð,
en morðin sem ég framdi fyrir
fjórtán árum — því að það var
ekki eitt morð heldur mörg —
voru öll því að kanna að ég var
veiklundaður.
Ég var tuttugu og sex —
nei, tuttugu og sjö ára gamall.
Ætlunin var, að ég yrði mál-
færslumaður. Ég lauk meira að
segja prófi. En ég ætlaði mér
aldrei að leggja stund á mál-
færslustörf, enda gerði ég það
ekki. Ég aflaði mér atvinnurétt-
inda til að sýnast. Þetta er í
fyrsta skipti sem ég flyt mál:
ég er að halda uppi vörn fyrir
morðingja. Faðir minn arfleiddi
mig að allmiklu fé. Ég gat gert
það sem mér sýndist. Ég hafði
mörg hugðarefni. Eitt þeirra
var lófalestur. Það var ekki
laust við að ég blygðaðist
mín fyrir það. Það fór fyr-
ir mér eins og yður; mér
þótti lófalestur fjarstæða, en
þó trúði ég á hann. En ég
hafði það fram yfir yð-
ur, að ég hafði lesið mikinn
fjölda bóka um þessa list. Og“
ég hafði tekið afsteypur af
höndum vina minna. Ég hafði
þrautprófað þau atriði, þar sem
Desbarolles víkur frá reglum
Sígaunanna — í stuttu máli, ég'
hafði kynnt mér efnið vandlega
og var orðinn eins snjall lófa-
lesari og unnt er að vera, án
þess að gera lófalestur að ævi-
starfi.
Eitt af því fyrsta, sem ég las
í lófa mínum var það, að ég'
myndi komast í bráða lífshættu
þegar ég væri tuttugu og sex
ára gamall. Lifslínan var ber-
sýnilega slitin á einum stað, en
verndarmerkið var þar líka, þér
kannist við það? Línurnar voru