Úrval - 01.04.1956, Side 107

Úrval - 01.04.1956, Side 107
AÐ LESA 1 LÓFA 105 Það var löng þögn. Laider forðaðist að líta í áttina til mín og ég leit undan. Eldurinn var tekinn að kulna og Laider starði í glóðina. Loks sagði hann: „Þér fyrir- lítið mig, auðvitað. Ég fyrirlít sjálfan mig.“ „Nei, ég fyrirlít yður ekki —.“ „En þér teljið mig ámælis- verðan,“ sagði hann. Ég leit undan. „Þér áfellist mig,“ sagði hann. „Já.“ „En það er ekki rétt af yður að gera það. Það er ekki mín sök þó að ég sé viljalítill." „En maður getur sigrazt á veiklyndi sínu.“ „Já, ef maður er nógu sterk- ur.“ Forlagatrú hans vakti hjá mér andúð, sem ég gat ekki leynt. „Eigið þér við,“ sagði ég, „að þér hafið ekki tekið í neyðar- hemilinn, af því að þér gátuð það ekki?“ „Já.“ „Og haldið þér því fram, að það hafi verið skráð í lófa yðar, að þér gætuð það ekki?“ Hann leit á hendur sínar. „Þetta eru hendur viljalítils manns,“ sagði hann. „Er hann svo veiklundaður. að hann geti ekki trúað á frjáls- an vilja hjá sér og öðrum?“ „Þetta eru hendur gáfaðs manns, sem er fær um að meta gildi raka og viðurkenna stað- reyndir." „En segið mér þá, var það fyrirfram ákveðið, að þér tækj- uð ekki í neyðarhemilinn?“ „Það var fyrirfram ákveðið.“ „Og var það virkilega skráð í lófa yðar, að þér gætuð það ekki?“ „Þér hljótið að skilja, að það er aðallega það, sem maður ger- ir, sem er skráð í lófana. Það er varla við því að búast, að öll þau ósköp, sem maður gerir ekki, séu skráð þar.“ „En afleiðingar þess, sem maður lætur ógert, geta líka verið miklar og örlagaríkar." „Hræðilegar," sagði hann og það kom þjáningarsvipur á and- lit hans. „Þetta eru einmitt hendur manns, sem hefur orðið að þola miklar raunir af þeim sökum.“ „Og það var fyrirfram ákveð- ið, að hann yrði að þola þess- ar raunir?" „Já, auðvitað." Hann þagði. „Það er skoðun mín,“ sagði ég með samúð, ,,að það sé flest- um fyrirhugað að þjást.“ „Ekki eins mikið og ég hef þjáðst.“ Mér gramdist, hve mjög hann aumkaði sjálfan sig, og ég bar því aftur upp spurningu, sem hann hafði ekki svarað enn: „Segið mér, var það skráð í lófa yðar, að þér tækjuð ekki í neyðarhemilinn?“ Hann leit aftur á hendur sínar, bar þær síðan andartak upp að andlit-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.