Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 107
AÐ LESA 1 LÓFA
105
Það var löng þögn. Laider
forðaðist að líta í áttina til mín
og ég leit undan. Eldurinn var
tekinn að kulna og Laider starði
í glóðina.
Loks sagði hann: „Þér fyrir-
lítið mig, auðvitað. Ég fyrirlít
sjálfan mig.“
„Nei, ég fyrirlít yður ekki —.“
„En þér teljið mig ámælis-
verðan,“ sagði hann. Ég leit
undan. „Þér áfellist mig,“ sagði
hann.
„Já.“
„En það er ekki rétt af yður
að gera það. Það er ekki mín
sök þó að ég sé viljalítill."
„En maður getur sigrazt á
veiklyndi sínu.“
„Já, ef maður er nógu sterk-
ur.“
Forlagatrú hans vakti hjá
mér andúð, sem ég gat ekki
leynt.
„Eigið þér við,“ sagði ég, „að
þér hafið ekki tekið í neyðar-
hemilinn, af því að þér gátuð
það ekki?“
„Já.“
„Og haldið þér því fram, að
það hafi verið skráð í lófa yðar,
að þér gætuð það ekki?“
Hann leit á hendur sínar.
„Þetta eru hendur viljalítils
manns,“ sagði hann.
„Er hann svo veiklundaður.
að hann geti ekki trúað á frjáls-
an vilja hjá sér og öðrum?“
„Þetta eru hendur gáfaðs
manns, sem er fær um að meta
gildi raka og viðurkenna stað-
reyndir."
„En segið mér þá, var það
fyrirfram ákveðið, að þér tækj-
uð ekki í neyðarhemilinn?“
„Það var fyrirfram ákveðið.“
„Og var það virkilega skráð
í lófa yðar, að þér gætuð það
ekki?“
„Þér hljótið að skilja, að það
er aðallega það, sem maður ger-
ir, sem er skráð í lófana. Það
er varla við því að búast, að
öll þau ósköp, sem maður gerir
ekki, séu skráð þar.“
„En afleiðingar þess, sem
maður lætur ógert, geta líka
verið miklar og örlagaríkar."
„Hræðilegar," sagði hann og
það kom þjáningarsvipur á and-
lit hans. „Þetta eru einmitt
hendur manns, sem hefur orðið
að þola miklar raunir af þeim
sökum.“
„Og það var fyrirfram ákveð-
ið, að hann yrði að þola þess-
ar raunir?"
„Já, auðvitað."
Hann þagði.
„Það er skoðun mín,“ sagði
ég með samúð, ,,að það sé flest-
um fyrirhugað að þjást.“
„Ekki eins mikið og ég hef
þjáðst.“
Mér gramdist, hve mjög hann
aumkaði sjálfan sig, og ég bar
því aftur upp spurningu, sem
hann hafði ekki svarað enn:
„Segið mér, var það skráð í
lófa yðar, að þér tækjuð ekki
í neyðarhemilinn?“ Hann leit
aftur á hendur sínar, bar þær
síðan andartak upp að andlit-