Úrval - 01.04.1956, Page 112
110
ÚRVAL
PANTIÐ
/
I
DAG
m
TILBÚIÐ
s
A
MDRGLIN
Ingólfsstræti 4. — Sími 80615.
Reykjavik.
„Þér eruð áreiðanlega ekkert
hrifinn af því með sjálfum yð-
ur,“ sagði hann, „að þurfa að
vera samvistum við mann, sem
er alltaf að spinna upp lyga-
sögur. Og fyrir mitt leyti kæri
ég mig ekki um að hafa neinn
að fífli — og sízt þann, sem veit
hvernig maður ég er. Við skul-
um heilsast með því að kinka
kolli eins og í fyrra, og við skul-
um láta þar við sitja. Við skul-
um láta atburðinn í fyrra okkur
að kenningu verða.“
Að svo mæltu gekk hann á
brott hröðum skrefum. Ég var
dálítið vandræðalegur, en jafn-
framt ánægður. Það var engin
hætta á að ég yrði sviptur ró
einverunnar eftir allt saman.
Ég var hjartanlega þakklátur
Laider og hlýddi fyrirmælum
hans í einu og öllu. Allt var
óbreytt frá því sem það var ár-
ið áður. Við brostum hvor til
annars, og við kinkuðum jafn-
vel kolli þegar við hittumst í
matsalnum eða reykingasalnum,
eða þegar leiðir okkar lágu sam-
an á ströndinni eða í bókasafn-
inu með gulnuðu bókunum.
Einu sinni eða tvisvar datt
mér í hug að Laider hefði ef
til vill sagt sannleikann í fyrra
skiptið, en skrökvað að mér í
seinna skiptið. Mér féll sú til-
hugsun illa. Mér fannst við-
bjóðslegt að hugsa til þess, að
einhver vildi losna við návist
mína fyrir allan mun. En ég
fékk brátt svar við þessum efa-
semdum. Þegar við Laider vor-