Úrval - 01.04.1956, Qupperneq 114
112
URVAL
um staddir í reykingasalnum
kvöldið fyrir burtför mína,
stakk ég upp á því, að við töl-
uðum saman. Við gerðum það
og höfðum mikla ánægju af.
Af tilviljun minntist ég á, að
ég hefði séð mikið af máfum
á flugi yfir ströndinni þá um
daginn.
„Máfum?“ sagði Laider og
hreyfði sig í stólnum.
,,Já! Og ég held að ég hafi
ekki tekið eftir því fyrr, hve
fallegir þeir eru, þegar sólskinið
glampar á vængjum þeirra.“
„Fallegir?" Laider leit snöggt
á mig, en sneri sér síðan undan.
„Finnst yður þeir fallegir?"
„Já.“
„Það getur vel verið að þeir
séu það. En — mér er ekkert
um þá. Þeir minna mig alltaf
á dálítið, sem ég varð einu sinni
fyrir. Það er hræðileg saga . .
Og það var sannarlega hræði-
leg saga.
Því miður . . .
Maður nokkur var að safna munum á hlutaveltu fyrir ein-
hverja góðgerðastofnun.
1 húsi einu, þar sem hann barði að dyrum, kom húsbónd-
inn til dyra. Maðurinn bar upp hina venjulegri bón sína og
spurði hvort húsbóndinn ætti ekki eitthvað til að gefa á hluta-
veltu, einhvern ómerkilegan, notaðan grip, sem hann gæti
misst sér að meinalausu.
„Því miður," sagði húsbóndinn, „konan mín er ekki heima."
— Yorkshire Post.
Ráð til garðeigenda: Fleygið ekki tómum fræpckkum. Þeir
eru oft hæfilega stórir til að geyma í uppskeruna.
— Wall Street Journal.
-f'rn y t t r Ritstjóri og útgefandi: Gísli Ólafsson. Afgreiðsla
Ll K V Jtl og ritstjórn: Leifsgötu 16, Reykjavík. Sími 4954.
Kemur út sex sinnum á ári. Verð kr. 12,50 hvert hefti í lausasölu.
Askriftarverð 70 kr. á ári. Gjalddagi áskrifta er 1. júlí. Utanáskrift
tímaritsins er: f'RVAL, tímarit, Leifsgötu 16, Reykjavik.