Bókasafnið - 01.01.2002, Page 6

Bókasafnið - 01.01.2002, Page 6
Það er stutt á milli bókabúðanna í Hay-on-Wye. eru 38 fornbóksölur með yfir milljón bækur í hillum, opið alla daga vikunnar og þar eru bækur við hæfi hvers og eins. Auðvitað er í bænum dálítið almenningsbókasafn þar sem welskur bókavörður, llyfrgellydd, ræður ríkj- um. Safnið er næsta hefðbundið með barnadeild, full- orðinsdeild og blaðahorni. En safngestir eru ekki margir, enda á brattann að sækja þegar a.m.k. 12 fornbóksölur eru í 50-100 m fjarlægð allt um kring. Stærsta fornbóksalan er Richard Booth's Boofeshop við Lion Street þar sem um 400 000 bækur úr öllum efnisflokkum standa í hillum, flestar innandyra á jarðhæð, efri hæð eða í kjallara, í nærliggjandi geymslum eða utandyra í bakgörðum, og er þá breitt plast yfir þær þegar úrhelli ganga yfir. Aðrir fornsalar hafa sumir kosið að sérhæfa sig á ákveðnum sviðum. Sem dæmi má nefna The Children’s Boofeshop á tveimur stöðum í bænum þar sem annars vegar eru 15 000 bækur um barnabækur, hins vegar bækur fyrir börn; The Poetry Boofeshop með ljóðabækur; The Lion Street Boofeshop sem sérhæfir sig í bókum um hnefaleika, og Murder & Mayhem sem auglýsir: „Walk or stalfe into the world of Detectiue Fiction, True Crime and Horror. The Basfeeruille Hound, Christie & Poe ruelcome you to the most bizarre and outra- geously decorated boofeshop in Hay-on-Wye.“ Flestar fornsölurnar eru í húsnæði sem upp- haflega var byggt fyrir annað en bókabúðir, t.d. íbúðir þar sem allir veggir í öllum herbergjum á jarðhæð og efri hæð eru þaktir bókahillum auk þess sem hillustæður eru úti á gólfi. Kjallarinn er líka fullur af bókum og sumsstaðar lágt undir loft; bækurnar á efri hæð- unum eru þungar svo gólfviðir hafa sigið í átt að jarðarmiðju. Vinsam- lega orðuð skilti til að bókakaupendur gæti sín á hættunum hanga uppi á völdum stöðum: „Please mind your head"; á ein- staka stað er mönnum reyndar boðið að velja sjálfir: „Bend or bump! " Eins og í stórum al- hliða bókasöfnum kennir margra grasa í hinum stærstu fornbóksölum. Þar eru bækur um allt milli himins og jarðar, jafnvel óþarfa bækur ef rétt hefði verið á haldið: Organising your second marriage hefði getað verið óskrifuð ef hollráð um fyrsta hjónabandið hefðu slegið öll sölumet. í fornsölunni Hay-on-Wye Boofesellers í High Town er auk notaðra bóka margt nýlegra bóka á hálfvirði sem án efa mun „suit scholars, collectors and light-hearted bookiuorms." Eitt ritið sem ekki hefur tekist að selja fullu verði er vísindaleg — eða öllu heldur vísindalík — úttekt á fyrirbærinu Why Cats Paint. Bókin sem hefur undirtitilinn A theory offeline aesthetics er eftir Heather Busch og Burton Silver, stórglæsilegt litprentað 96 blaðsíðna rit í stóru broti sem út kom árið 1994 í London (ISBN 0-297-83351-0) og Berkeley, Kaliforníu (ISBN 0-89815-612-2). Eins og alvöru vísindariti er verkinu skipt í kafla: An Historical Perspective; Theories o/ Feline Marking Behaviour; Twelve Major Artists (þar sem fjallað er um tólf ketti sem lagt hafa fyrir sig málaralistina, flestir meira og minna innblásnir af Van Gogh) og Other forms of Artistic Ex- pression. í bókarlok er að sjálfsögðu Selected Biblio- graphy sem hefst á Copy Cats : euidence o/ representa- tional invertism in feline territorial demarcation actiuity 4 BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.