Bókasafnið - 01.01.2002, Qupperneq 6

Bókasafnið - 01.01.2002, Qupperneq 6
Það er stutt á milli bókabúðanna í Hay-on-Wye. eru 38 fornbóksölur með yfir milljón bækur í hillum, opið alla daga vikunnar og þar eru bækur við hæfi hvers og eins. Auðvitað er í bænum dálítið almenningsbókasafn þar sem welskur bókavörður, llyfrgellydd, ræður ríkj- um. Safnið er næsta hefðbundið með barnadeild, full- orðinsdeild og blaðahorni. En safngestir eru ekki margir, enda á brattann að sækja þegar a.m.k. 12 fornbóksölur eru í 50-100 m fjarlægð allt um kring. Stærsta fornbóksalan er Richard Booth's Boofeshop við Lion Street þar sem um 400 000 bækur úr öllum efnisflokkum standa í hillum, flestar innandyra á jarðhæð, efri hæð eða í kjallara, í nærliggjandi geymslum eða utandyra í bakgörðum, og er þá breitt plast yfir þær þegar úrhelli ganga yfir. Aðrir fornsalar hafa sumir kosið að sérhæfa sig á ákveðnum sviðum. Sem dæmi má nefna The Children’s Boofeshop á tveimur stöðum í bænum þar sem annars vegar eru 15 000 bækur um barnabækur, hins vegar bækur fyrir börn; The Poetry Boofeshop með ljóðabækur; The Lion Street Boofeshop sem sérhæfir sig í bókum um hnefaleika, og Murder & Mayhem sem auglýsir: „Walk or stalfe into the world of Detectiue Fiction, True Crime and Horror. The Basfeeruille Hound, Christie & Poe ruelcome you to the most bizarre and outra- geously decorated boofeshop in Hay-on-Wye.“ Flestar fornsölurnar eru í húsnæði sem upp- haflega var byggt fyrir annað en bókabúðir, t.d. íbúðir þar sem allir veggir í öllum herbergjum á jarðhæð og efri hæð eru þaktir bókahillum auk þess sem hillustæður eru úti á gólfi. Kjallarinn er líka fullur af bókum og sumsstaðar lágt undir loft; bækurnar á efri hæð- unum eru þungar svo gólfviðir hafa sigið í átt að jarðarmiðju. Vinsam- lega orðuð skilti til að bókakaupendur gæti sín á hættunum hanga uppi á völdum stöðum: „Please mind your head"; á ein- staka stað er mönnum reyndar boðið að velja sjálfir: „Bend or bump! " Eins og í stórum al- hliða bókasöfnum kennir margra grasa í hinum stærstu fornbóksölum. Þar eru bækur um allt milli himins og jarðar, jafnvel óþarfa bækur ef rétt hefði verið á haldið: Organising your second marriage hefði getað verið óskrifuð ef hollráð um fyrsta hjónabandið hefðu slegið öll sölumet. í fornsölunni Hay-on-Wye Boofesellers í High Town er auk notaðra bóka margt nýlegra bóka á hálfvirði sem án efa mun „suit scholars, collectors and light-hearted bookiuorms." Eitt ritið sem ekki hefur tekist að selja fullu verði er vísindaleg — eða öllu heldur vísindalík — úttekt á fyrirbærinu Why Cats Paint. Bókin sem hefur undirtitilinn A theory offeline aesthetics er eftir Heather Busch og Burton Silver, stórglæsilegt litprentað 96 blaðsíðna rit í stóru broti sem út kom árið 1994 í London (ISBN 0-297-83351-0) og Berkeley, Kaliforníu (ISBN 0-89815-612-2). Eins og alvöru vísindariti er verkinu skipt í kafla: An Historical Perspective; Theories o/ Feline Marking Behaviour; Twelve Major Artists (þar sem fjallað er um tólf ketti sem lagt hafa fyrir sig málaralistina, flestir meira og minna innblásnir af Van Gogh) og Other forms of Artistic Ex- pression. í bókarlok er að sjálfsögðu Selected Biblio- graphy sem hefst á Copy Cats : euidence o/ representa- tional invertism in feline territorial demarcation actiuity 4 BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.