Gátt


Gátt - 2004, Page 23

Gátt - 2004, Page 23
23 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S Inngangur Á undanförnum árum hefur alloft komið til umræðu hvernig læsi fullorðinna kunni að vera háttað hér á landi. Menn hefur greint á um stöðu mála, einkum hvort þörf sé á að rannsaka lestrarfærni fullorðinna en flestir virðast þó sammála um að nauðsynlegt sé að beina sjónum að þessu máli. Ekki er um að ræða íslenskar rannsóknir á þessu sviði en ýmislegt getur veitt vísbendingar um hvað við er að etja. Þar má til að mynda nefna svokallaða IEA-rannsókn sem gerð var 1991 á læsi 9 og 14 ára grunnskólanemenda. Þó svo þar hafi ekki verið sett ákveðin mörk á læsi eða treglæsi kemur fram í skýrslu (Sigríður Þ. Valgeirsdóttir 1993:27) að ætla megi að um 6% 14 ára unglinga eigi í verulegum erfiðleikum með lestur og reyndar látið liggja að því að næstu 4-6% þar fyrir ofan kunni að eiga í að minnsta kosti tímabundnum erfiðleikum. Síðan þessi rannsókn var gerð hefur margt breyst í lestrarheiminum. Kröfur um læsi hafa stóraukist og texti breyst mjög með tilkomu upplýsingatækni sem nú er orðin almenningseign hér á landi. Sem dæmi um breyt- ingarnar má nefna að fyrir svo sem 10 árum mátti heita að fólk skrifaði almennt lítið sér til ánægju og afþreyingar. Nú er þessu öfugt farið. Fjölmargir Íslendingar nota tölvupóst, lesa og skrifa á heimasíður, blogga, senda SMS-skilaboð og taka þátt í rauntímaspjalli á neti. Ritun er orðin að afþreyingu. Íslendingar tóku þátt í svokallaðri PISA-rannsókn árið 2000. Þar var kannað læsi 15 ára unglinga við lok skyldu- náms. Þessi rannsókn er mikilvæg vegna þess að almennt er litið svo á að þá séu þessir unglingar búnir að uppfylla þær kröfur sem settar eru um færni sem þjóðfélagið krefst og fram kemur meðal annars í Aðalnámskrá grunnskóla frá 1999. Samkvæmt niðurstöðum PISA-rannsóknarinnar eru um 14% unglinga það illa læsir að þeir eiga í verulegum erfiðleikum með að lesa og líklegt er að þeir geti vart stundað störf þar sem eitthvað reynir á lestur, þó í litlu sé. Sumar þjóðir, sem þátt tóku í þessari rannsókn, setja viðmiðunarmark örðugleika nokkuð hátt og ef það viðmið er notað hér falla um 45% nemenda innan þeirra marka. Engin rannsókn hefur verið gerð hér á landi á læsi full- orðinna, þ.e. fólki 17 ára og eldra. Norðurlandabúar hafa þó gert nokkuð í þeim málum og ekki er ólíklegt að ein- hvern lærdóm megi af niðurstöðum þeirra draga. Í skýrslu til menntamálaráðuneytis (2002) um lestrarfærni fullorðinna er gerð tilraun til að reikna út stöðu mála hér á landi með því að nota tiltæk gögn frá Norðurlöndum auk PISA-gagna héðan. Fundin er svokölluð „besta staða“ en það er það hlutfall hvers aldurshóps þar sem það er lægst á Norðurlöndum fyrir hvern hóp (auk PISA-gagn- anna fyrir 15 ára unglinga á Íslandi). Niðurstaða þessa er að ætla má að 6,10% 25-35 ára eigi við lestrarvanda að stríða, 6,80% 36-45 ára, 10,70% 46-55 ára og 20,70% 56-65 ára. Alls er giskað á að þetta séu um 4600 manns á Íslandi. Rannsókn á læsi ful lorðinna Á þessu ári var hafist handa við að rannsaka læsi full- orðinna hér á landi. Í rannsókninni er gengið út frá því sjónarmiði að enginn maður sé ólæs og enginn hafi náð fullri færni í lestri og ritun sem einu nafni kallast læsi. Engum er fullfarið fram R A N N S Ó K N Á L Æ S I F U L L O R Ð I N N A Elísabet ArnardóttirGuðmundur Kristmundsson

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.