Gátt


Gátt - 2004, Side 27

Gátt - 2004, Side 27
27 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S Einn mola mætti svo bjóða hér að lokum. Þegar þátt- takendur voru spurðir hvort þeir myndu treysta sér til að skrifa grein til birtingar í dagblaði, t.d. minningargrein, svöruðu 92% þeirri spurningu játandi. Hlýtur þetta ekki að vera einhvers konar met? Afar áhugavert var að ræða lestur og ritun við þátt- takendur og margt vakti til umhugsunar. Þar má til dæmis nefna að flestir töldu að þeim gæti farið fram í lestri og ritun og höfðu skoðun á því hvað þeir teldu að sig skorti helst og hvers konar aðstoð gæti komið að gagni. Vonandi geta þessar upplýsingar nýst við símenntun á komandi árum. Þakkir Rannsakendur eru mörgum þakklátir fyrir margvíslegan stuðning. Má þar fyrst nefna beina stuðningsaðila sem eru Oddssjóður Reykjalundar, Kennaraháskóli Íslands, menntamálaráðuneytið, Efling, Starfsafl og síðast en ekki síst Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Einnig ber að þakka af alhug þeim fyrirtækjum og stofnunum sem leyfðu rannsakendum að koma „inn á gafl til sín“ og hinum ágætu starfsmannastjórum og fræðslustjórum sem stóðu sig frábærlega við alla aðstoð og skipulagningu. Rann- sóknarstjóra Reykjalundar, Mörtu Guðjónsdóttur og Amalíu Björnsdóttur, dósent við KHÍ, eru færðar alúðarþakkir fyrir góð ráð og liðveislu. Að lokum er rétt að þakka þeim sem voru allra mikilvægastir – en það er á fjórða hundrað þátttakenda á ýmsum vinnustöðum landsins sem létu sig hafa það að rabba við ókunnugt fólk um lestur og skrift og meira að segja taka lestrarpróf í þágu vísindanna. Elísabet Arnardóttir, talmeinafræðingur á Reykjalundi. Guðmundur Kristmundsson, dósent við Kennaraháskóla Íslands. Heimildir Aðalnámskrá grunnskóla. 1999. Reykjavík, menntamálaráðuneytið. Aukin lestrarfærni fullorðinna. Tillögur um úrræði og leiðir. 2002. Reykjavík, menntamálaráðuneytið. Sigríður Þ. Valgeirsdóttir. 1993. Læsi íslenskra barna. Reykjavík, mennta- málaráðuneytið, Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála, Kennaraháskóli Íslands. Vinnumarkaður. 2002. Reykjavík, Hagstofa Íslands.

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.