Gátt


Gátt - 2004, Síða 48

Gátt - 2004, Síða 48
48 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S verið að læra í gegnum starf og leik og margir hafa verið í námi án formlegrar viðurkenningar. Ef einstaklingar vilja vera metnir að verðleikum þurfa þeir að hafa yfirsýn yfir hvað þeir kunna og geta. Færnimappan er hjálpartæki við að kortleggja slíka færni og auka um leið skilning á eigin færni. Við gerð hennar er dregin upp heildarmynd af allri þeirri kunnáttu sem einstaklingurinn býr yfir og hún skráð. Færnimappa er tæki sem hjálpar einstaklingi að - öðlast aukinn skilning og yfirsýn yfir eigin færni. - styrkja stöðu sína í starfi, auka möguleika á starfs- þróun og starfsframa eða við leit að starfi. - læra leiðir til að setja upplýsingar fram á skipulegan hátt. - greina þörf fyrir sí- og endurmenntun. - styrkja stöðu sína í félagslegu starfi og tómstundum. Færnimappa fylgir einstaklingum í leik og starfi. Í hana skráir hver og einn alla reynslu sem skiptir máli og fær aðstoð við gerð ferilskrár. Færnimappan nýtist einstaklingi í að greina hæfni sína til að sinna starfi sínu og greina styrkleika sína. Auk þess er gerir hver einstaklingur áætlun um sí– og endurmenntun sem hefur það að mark- miði að auka færni til að takast á við þau margvíslegu verkefni sem fylgja starfi hans. Færnimappan er byggð þannig upp að henni er ætlað að ná utan um reynslu og færni einstaklings og skiptist hún í fjóra meginhluta: námstengda færni, starfstengda færni, samskiptafærni og aðra færni (áhugamál og frístundir). Fyrir framan hvern þátt er stuttur inngangur með lýsingu á því sem beðið er um. Mikilvægt er að skrá allar upplýsingar t.d. um nám, jafnvel þótt því hafi ekki verið lokið. Grundvallaratriði er að einstaklingarnir séu eins heiðarlegir og mögulegt er þegar þeir leggja mat á færni sína. Það hefur sýnt sig að mörgum hættir til að vera of hógværir þegar leggja á mat á eigin færni. Einstaklingar vinna gjarnan saman í litlum hópum þar sem þeir veita hver öðrum stuðning við slíkt mat. Þegar skoðuð er námstengd færni eru skráðar upplýsingar um formlegt og óformlegt nám, námskeið, ráðstefnur, réttindi og skírteini. Tungumála- og tölvukunnátta er skráð sérstaklega. Þar er mikilvægt að vera vakandi fyrir þeirri staðreynd að margir búa yfir kunnáttu sem ekki hefur fengist með formlegu námi eða skólagöngu. Dvöl í útlöndum getur verið jafngagnleg og formlegt tungumálanám. Er það hlutverk ráðgjafa að sjá til þess að hver einstaklingur leggi raunhæft mat á hæfni sína og hin „dulda“ hæfni sé dregin fram í dagsljósið. Þegar lokið hefur verið við að skrá námstengda færni er komið að því að skrá upplýsingar um starfstengda færni. Fyrst er fyrri starfsreynsla skráð og áhersla lögð á að draga fram meginviðfangsefni hvers starfs. Þegar kemur að því að skrá færni, sem tengist núverandi starfi, er mikilvægt að skrá öll meginviðfangsefni starfsins. Þar sem það getur verið gagnlegt fyrir vinnuveitanda að hafa vitneskju um hver eða hverjir geta veitt leiðsögn á tilteknu sviði er sérstaklega gert ráð fyrir að slíkar upplýsingar séu skráðar. Sömuleiðis er sérstakur dálkur til að skrá inn óskir einstaklings um leiðsögn eða nám á tilteknu sviði. Á vinnumarkaði nú eru gerðar síauknar kröfur um hæfni til mannlegra samskipta og því mikilvægt fyrir hvern og einn að huga að færni sinni á því sviði. Til að gera samskipti ánægjulegri og árangursríkari er mikil- vægt að þekkja vel eigin samskiptahætti og jákvæða eiginleika. Eru þátttakendur því beðnir að meta eigin samskiptafærni og um leið huga að því hvað það er sem betur mætti fara. Að endingu er svo hugað að þeim margvíslegu verkefnum sem einstaklingar taka sér fyrir hendur í frítíma sínum og hugað að því hvaða færni þau störf geta skilað. Hlutverk ráðgjafans er mikilvægt í þess- ari vinnu þar sem hann þarf að vera viðbúinn því að veita stuðning og einstaklingsráðgjöf. Þegar skráningu er lokið í Færnimöppuna er gert ráð fyrir að þátttakendur búi til sína eigin ferilskrá og að farið verði í þá þætti sem skipta máli við slíka vinnu. Leggja ber áherslu á að í Færnimöppuna séu alltaf færðar nýjustu upplýsingar um viðfangsefni og hæfni einstakl-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.