Gátt - 2004, Page 75
75
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
þessi almennu ruglorð 217 en vegna flóknari málfræði og
fleiri orðmynda verða þau þó nokkuð fleiri í íslensku.
Sérhvert orð eða hugtak, sem veldur ruglingi, er hægt að
meistra með leirmótuninni. Það getur verið stórkostlegt
að sjá hve skapandi jafnvel yngstu börn geta verið þegar
kemur að því að túlka merkingu óhlutbundinna hugtaka.
Lesblindir hafa almennt mjög gaman af því að móta
hugmyndir í leir þannig að námskeiðið verður gefandi og
skemmtilegt fyrir báða aðila. Með því að móta útlit
orðsins í leir ásamt merkingunni nær viðkomandi einnig
fullu valdi á stafsetningunni.
Að meistra námsefni
Þessari meistrunaraðferð - að tileinka sér með leirmótun
- er hægt að beita á hvaða námsefni sem er. Þegar
viðkomandi hefur náð fullum tökum á meistruninni beitir
hann henni við allt nám, einfaldlega vegna þess að þessi
aðferð er sú fljótvirkasta og áhrifamesta sem honum
stendur til boða. Stærðfræði verður til dæmis einfaldari
þegar hún er túlkuð í þrívíðum leirmyndum. Með því móti
er hægt að sjá magn og fjölda í raunveruleikanum ásamt
því samhengi sem lýst er í stærðfræðidæminu. Sömu-
leiðis er hægt að meistra merkingu stærðfræðitákna með
leirmótuninni.
Heimavinnan
Mikilvægt er að viðkomandi stjórni námi sínu. Leiðbein-
andi þarf að gefa þeim lausan tauminn með það fyrir
augum að námsmenn taki ábyrgð á námi sínu. Í lok
námskeiðsins fá námsmenn öll gögn sem þarf til að vinna
heimavinnu. Þörf fyrir stuðning fer minnkandi eftir því
sem þessir nýju hæfileikar eru meira notaðir. Gerður er
samningur við hvern og einn um hvernig ætlunin er að
fylgja námskeiðinu eftir.
Þjálfun stuðningsmanns
Þjálfun stuðningsmanns er mikilvægur þáttur nám-
skeiðsins. Stuðningsmaður getur verið fjölskyldu-
meðlimur, stuðningskennari eða vinur sem fær kennslu í
grundvallaratriðum meistrunarinnar og fær grundvallar-
leiðbeiningar um hvernig hann getur best stutt viðkom-
andi í heimavinnunni.
Hreyfiþjálfun
Líkams- og jafnvægisæfingar eru notaðar til að leysa
samhæfingarvandamál eins og verkstol (dyspraxiu), eða
vinstri-hægri rugling af völdum skynvillu. Með þessu móti
er jafnvægisskyn eflt og hæfileikinn til að velja á milli
athyglisbeitingar og skynvillu eftir
Hólmfríður E. Guðmundsdóttir, Ron Davis leiðbeinandi, áður
verkefnastjóri hjá Mími-símenntun.
Ásmundur Hilmarsson,
sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
Eitt af stærstu verkefnum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífs-
ins (FA) á fyrsta starfsári hennar var undirbúningur
tilraunaverkefnis í skipulagðri fræðslu fyrir almennt
starfsfólk í verslunum. Aðdragandinn var sá að FA fékk
erindi frá Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ) og
forsvarsmönnum fræðslumála í stærstu verslana-
fyrirtækjum landsins þar sem þess var óskað að FA beitti
sér fyrir því að hafinn yrði undirbúningur að skipulagðri
fræðslu fyrir þennan hóp í atvinnulífinu. FA tók jákvætt í
erindið og tók að sér umsjón verkefnisins, vinnu að
greiningu fræðsluþarfa og námsskrárgerð.
S T A R F S T E N G T V E R S L U N A R F A G N Á M