Gátt


Gátt - 2004, Blaðsíða 78

Gátt - 2004, Blaðsíða 78
78 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S Annars vegar var það viðhorf að í fullorðinsfræðslu sé gott að taka aðeins fyrir einn námsþátt í senn, þ.e. að námsþættir séu hliðskipaðir. Er það hagkvæmt fyrirkomu- lag bæði fyrir framkvæmdaaðila og fyrir námsmanninn sem getur þá tekið námið á eigin hraða og komið inn í þá námsþætti sem honum hentar. Hins vegar var það sjónarmið að tryggja eins og hægt væri að yfirfærsla náms yfir í starf ætti sér stað. Það er þekkt vandamál að þekking og færni, sem aflað er í skóla- umhverfi, skilar sér ekki alltaf sem skyldi inn á vinnustaði. Fyrir því geta verið margar ástæður og eru sumar þeirra tengdar skipulagningu og hönnun náms. Reynsla annarra þjóða af verslunarfagnámi, s.s. Dana, hefur sýnt að til að styrkja slíka yfirfærslu er nauðsynlegt að samþætta námsþætti sem mest og að skólanám og vinnustaðanám myndi samhengi og heild (Aarkrog, 1997 og Magnussen, 1997). Þetta á við um starfsnám og starfs- tengda þjálfun yfirleitt. Við raunverulegar aðstæður í atvinnulífinu er starfsfólk að fást við ýmis verkefni sem hvert um sig krefst margs konar þekkingar og færni, því þurfa aðstæður í námi að vera sambærilegar. Það er hægt að nálgast með raunverulegum starfstengdum verkefnum og samþættingu en þá geta námsþættir síður verið hliðskipaðir. Niðurstaðan var sú að í tilraunaverkefninu yrði farin sú leið að samþætta námsþætti sem mest og leggja áherslu á samspil skóla- og vinnustaðanáms. Með því að tvinna saman skóla og vinnu hafa starfsmenn möguleika á að þjálfa jafnóðum það sem þeir læra í skólanum og þeir geta tengt fræðilegt nám við hagnýta reynslu sem þeir hafa aflað sér á vinnustað. Þessi ákvörðun leiðir af sér að skipulag er óhefðbundið og jafnvel flóknara en gengur og gerist og gerir því miklar kröfur til allra sem koma að framkvæmdinni. Námslotur Skipting námsefnis á tímabil ræðst af viðfangsefnum og starfsumhverfi verslunarfólks og eru þrír undirstöðuþættir lagðir til grundvallar, þ.e. starfsmaðurinn, viðskiptavinur- inn og vörurnar. Náminu er skipt í þrjár lotur sem hver um sig hefur ákveðið grunnþema og mótast nálgun í náminu af því. (Mynd 2). Í fyrstu lotu er þemað starfsmaðurinn og fyrirtækið. Áherslan er á uppbyggingu starfsmannsins, hlutverk hans í fyrirtækinu og hlutverk fyrirtækisins í samfélaginu. Í annarri lotu er þemað viðskiptavinurinn og þjónustu- hlutverk starfsmannsins. Þar er lögð áhersla á ýmsa þætti varðandi þjónustu, sölu og verklag í verslun. Þriðja lotan hefur þemað vörurnar og þá er farið yfir allt sem við kemur innkaupum, sölu, framsetningu vörunnar og vöruþekkingu ásamt þeirri sérhæfingu sem starfs- maðurinn hefur valið sér. Hver lota inniheldur námsþætti af öllum færnisviðunum fjórum en ávallt út frá þeirri áherslu sem þema lotunnar Mynd 2. Verslunarfagnámið skiptist í þrjár lotur sem hver hefur sína áherslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.