Gátt


Gátt - 2004, Side 79

Gátt - 2004, Side 79
79 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S býður (Mynd 3). Til að stuðla að samþættingu í náminu eru í viku hverri þverfaglegir tímar í skólanámi auk þess sem kennarar eru hvattir til samvinnu eins og kostur er. Náminu lýkur með faglegu lokaverkefni sem er samvinnu- verkefni starfsmannsins, vinnuveitandans og skólans. Vinnustaðanám Faglegar áherslur eru þær sömu hverju sinni í vinnu- staðanámi og í skólanámi. Vinnustaðanámið fer þannig fram að starfsmaður hefur aðgang að starfsþjálfa á vinnu- stað sem leiðbeinir honum og aðstoðar við framkvæmd og eftirfylgni þess hluta námsins. Sér til stuðnings og leiðbeiningar hefur starfsþjálfinn gátlista þar sem fram koma þeir verkþættir sem starfsmaður þarf að þjálfa og sýna færni í. Skóla- og vinnustaðanám er samræmt þannig að starfsmaður þjálfar jafnóðum í vinnunni þá þætti sem eru til umfjöllunar í skólanáminu. Í þverfaglegum tímum í skóla er einnig hugað að samþættingu skóla- og vinnu- staðanáms með þeim hætti að starfsmenn gera grein fyrir ýmsum þáttum úr vinnustaðanáminu, bera saman reynslu sína og skiptast á þekkingu. Þannig fæst tenging allan hringinn: vinnustaður - skóli - vinnustaður - skóli! Aðferðir og námsmat Kennsluaðferðir og leiðir miðast við að skapa sem raun- verulegast starfsumhverfi og koma til móts við þarfir full- orðinna nemenda. Starfsmenn fá tækifæri til að ráða nokkru um eigin námsframvindu og setja sér eigin markmið í samráði við kennara. Í því skyni útbúa þeir námssamn- ing með eigin áherslum og velja sér sérsvið. Samvinna og hópvinna er ríkulegur þáttur í kennsluaðferðum. Aðferðir við námsmat eru í samræmi við kennsluaðferðir og markmið námsins. Námsmat fer fram jafnóðum og byggist á að meta færnina við að nýta nýja þekkingu og færni í starfi. Notuð verða fjölbreytt tæki til námsmats og einnig er seinasta vika í fyrstu og annarri lotu uppskeruhátíðir sem eru hluti námsmats. Í lok þriðju lotu er faglegt lokaverkefni sem er tækifæri starfsmannsins að sýna færni sína og fagmennsku við raunverulegt og hagnýtt viðfangsefni. Hlutur starfsþjálfa í námsmati er einnig mikilvægur því að þeir fylgjast með og meta getu starfsmannsins til að nýta færni í starfi. Undirbúningur og gæðakröfur Samkvæmt almennum samningsskilmálum FA, sem stýra aðkomu FA að verkefnum sem þessu, skal framkvæmda- aðili framfylgja formlegu gæðakerfi og gæðamati FA og uppfylla skilgreindar kennslufræðilegar kröfur sem FA þróar og/eða viðurkennir. Þeim sem taka að sér að kenna eftir námsskrám útgefnum af FA ber að framfylgja þessu. Til að styðja framkvæmdaaðila við að uppfylla gæðakröfur stendur FA fyrir námskeiðum fyrir kennara og starfsþjálfa auk þess sem ráðgjöf, eftirlit og gæðamat verður hlutverk FA meðan á tilraunaverkefninu stendur. Nú þegar hafa kennarar í Verzlunarskóla Íslands og aðrir leiðbeinendur, sem koma að kennslu fyrsta hópsins, setið kennslufræðinámskeið á vegum FA. Var þar lögð áhersla á þarfir markhópsins, kennsluaðferðir og matsaðferðir. Fyrir marga í þessum hópi er kennsla fullorðinna og kennsla fyrir aðila í atvinnulífinu nýtt, ögrandi og spenn- andi viðfangsefni. Kennarar voru hvattir til að hugsa þvert á hefðbundin sérsvið sín, nota öll tækifæri til að tengja námsþætti saman og nota raunhæf verkefni úr starfsum- hverfi starfsmannanna. Sameiginlegt verkefni kennara- hópsins er að styðja starfsmanninn í að verða vel undir- búinn fyrir störf sín í versluninni, verða Verslunar- fagmaður! Í hverri námslotu eru námsþættir úr öllum fjórum færnisviðunum en áherslan er út frá þema lotunnar. Mynd 3

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.