Gátt


Gátt - 2004, Side 82

Gátt - 2004, Side 82
82 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S Samkvæmt samningi Fræðslumið- stöðvar atvinnulífsins við mennta- málaráðuneytið er meginmarkmið hennar að veita fólki á vinnumarkaði með litla grunnmenntun tækifæri til að afla sér menntunar og bæta stöðu sína á vinnumarkaði. Náms- og starfsráðgjöf er mikilvægt tæki til að aðstoða og hvetja fólk til að bæta stöðu sína á vinnumarkaði m.a. með námi. Mikilvægt hlutverk ráðgjafar felst einnig í því að stuðla að því að mannauður á vinnumarkaði og menntun nýtist sem best með því að tefla saman áhuga og færni einstaklinga annar vegar og starfs- og náms- tækifærum hins vegar. Fræðslumiðstöð mun með verkefnum sínum stuðla að uppbyggingu náms- og starfsráðgjafar fyrir fólk á vinnumarkaði með litla grunn- mentun. Þetta er í samræmi við þær umræður og þá stefnumótun sem undanfarin ár hefur verið að ryðja sér til rúms á alþjóðlegum vettvangi. Í Kaupmannahafnaryfirlýsingunni 2002 er lögð áhersla á að efla upplýsingagjöf og ráðgjöf sérstaklega varðandi aðgengi að námi, starfsmenntun og starfsþjálfun ásamt viðurkenningu á færni í því skyni að gera hana gagnsæja og gilda á milli landa. Alþjóðlega vinnumálastofnunin (ILO) gaf út þau tilmæli á ráðstefnu 1. júní 2004 í Genf að til þess að skapa jöfn tækifæri og aðgengi að námi þarf náms- og starfsráðgjöf ásamt möguleikum á uppbyggingu færni að vera fyrir hendi fyrir alla einstaklinga á vinnumarkaði (www.ilo.org Ref: ILC92- PR20-261). Stofnunin mælir enn fremur með því að aðild- arríki beiti sér fyrir að tryggja og auðvelda aðgengi ein- staklinga í öllum aldurshópum að náms- og starfsráðgjöf. Í þessu felst m.a. þörf fyrir að auðvelda aðgengi að upplýsingum um nám og störf og að hagsmunaaðilar (s.s. vinnumiðlanir, fræðsluaðilar og stéttarfélög) skilgreini hlutverk sitt og ábyrgðarsvið hvað varðar náms- og starfsráðgjöf. Námsráðgjöf á vinnustað Í samstarfi við Eflingu – stéttarfélag, Starfsafl – Starfs- mennt Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins, og Mími – símenntun hefur Fræðslumiðstöð atvinnulífsins unnið að verkefni sem gengur út á að færa ráðgjöf nær fólki á vinnumarkaði. Náms- og starfsráðgjafar frá Fræðslumiðstöðinni og Mími-símenntun hafa sl. ár haft umsjón með því að skipuleggja og veita námsráðgjöf á vinnustöðum. Í þessu verkefni er lögð áhersla á að mæta starfsmanninum í hans umhverfi og útfrá hans forsendum. Vinnuferli Ferlið gengur þannig fyrir sig að í upphafi er haft sam- band við fyrirtæki og verkefnið kynnt. Lögð er áhersla á að ekki sé verið að hvetja starfsmenn til að skipta um starf heldur að kynna fyrir þeim þær leiðir sem umhverfið hefur upp á að bjóða hvað varðar uppbyggingu á færni og þekkingu. Kynningarefni með upplýsingum um verkefnið er dreift á vinnustaðnum (veggspjöld og bæklingar). Á kynningarfundi fyrir starfsmenn kynna náms- og starfs- ráðgjafar verkefnið fyrir starfsmönnum, lýsa því hvað ráðgjöfin felur í sér og fjalla stuttlega um gildi símenntun- ar fyrir einstaklinginn. Í lok kynningar er starfsmönnum boðið að skrá sig í hálftíma viðtal hjá ráðgjafa. Fyrsta viðtalið fer fram á vinnustað á vinnutíma. Ef starfsmaður kýs að koma í annað viðtal þarf hann að gera það í eigin tíma. Hlutverk náms- og starfsráðgjafanna felst m.a. í því að leiðbeina starfsmönnum við að skilgreina markmið í tengslum við nám og störf og finna leiðir að þeim. Vinnustaðir „Námsráðgjöf á vinnustað“ hefur nú þegar verið veitt í 8 fyrirtækjum en um 100 starfsmenn úr 12 fyrirtækjum hafa komið í einstaklingsviðtöl. Starfsumhverfi fyrirtækja er mjög fjölbreytt og fyrir hvert þeirra hafa ráðgjafar í samráði við aðila fyrirtækisins þurft að finna hentugar leiðir til að nálgast starfsmennina. Ráðgjafar hafa hitt starfsmenn við ýmiss konar aðstæður á kaffistofum þeirra, skrifstofum, í setustofum og á göngum vinnustaða. Fjóla María Lárusdóttir N Á M S - O G S T A R F S R Á Ð G J Ö F Þ R Ó U N R Á Ð G J A F A R Á V I N N U S T Ö Ð U M

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.