Gátt

Ataaseq assigiiaat ilaat

Gátt - 2004, Qupperneq 82

Gátt - 2004, Qupperneq 82
82 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S Samkvæmt samningi Fræðslumið- stöðvar atvinnulífsins við mennta- málaráðuneytið er meginmarkmið hennar að veita fólki á vinnumarkaði með litla grunnmenntun tækifæri til að afla sér menntunar og bæta stöðu sína á vinnumarkaði. Náms- og starfsráðgjöf er mikilvægt tæki til að aðstoða og hvetja fólk til að bæta stöðu sína á vinnumarkaði m.a. með námi. Mikilvægt hlutverk ráðgjafar felst einnig í því að stuðla að því að mannauður á vinnumarkaði og menntun nýtist sem best með því að tefla saman áhuga og færni einstaklinga annar vegar og starfs- og náms- tækifærum hins vegar. Fræðslumiðstöð mun með verkefnum sínum stuðla að uppbyggingu náms- og starfsráðgjafar fyrir fólk á vinnumarkaði með litla grunn- mentun. Þetta er í samræmi við þær umræður og þá stefnumótun sem undanfarin ár hefur verið að ryðja sér til rúms á alþjóðlegum vettvangi. Í Kaupmannahafnaryfirlýsingunni 2002 er lögð áhersla á að efla upplýsingagjöf og ráðgjöf sérstaklega varðandi aðgengi að námi, starfsmenntun og starfsþjálfun ásamt viðurkenningu á færni í því skyni að gera hana gagnsæja og gilda á milli landa. Alþjóðlega vinnumálastofnunin (ILO) gaf út þau tilmæli á ráðstefnu 1. júní 2004 í Genf að til þess að skapa jöfn tækifæri og aðgengi að námi þarf náms- og starfsráðgjöf ásamt möguleikum á uppbyggingu færni að vera fyrir hendi fyrir alla einstaklinga á vinnumarkaði (www.ilo.org Ref: ILC92- PR20-261). Stofnunin mælir enn fremur með því að aðild- arríki beiti sér fyrir að tryggja og auðvelda aðgengi ein- staklinga í öllum aldurshópum að náms- og starfsráðgjöf. Í þessu felst m.a. þörf fyrir að auðvelda aðgengi að upplýsingum um nám og störf og að hagsmunaaðilar (s.s. vinnumiðlanir, fræðsluaðilar og stéttarfélög) skilgreini hlutverk sitt og ábyrgðarsvið hvað varðar náms- og starfsráðgjöf. Námsráðgjöf á vinnustað Í samstarfi við Eflingu – stéttarfélag, Starfsafl – Starfs- mennt Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins, og Mími – símenntun hefur Fræðslumiðstöð atvinnulífsins unnið að verkefni sem gengur út á að færa ráðgjöf nær fólki á vinnumarkaði. Náms- og starfsráðgjafar frá Fræðslumiðstöðinni og Mími-símenntun hafa sl. ár haft umsjón með því að skipuleggja og veita námsráðgjöf á vinnustöðum. Í þessu verkefni er lögð áhersla á að mæta starfsmanninum í hans umhverfi og útfrá hans forsendum. Vinnuferli Ferlið gengur þannig fyrir sig að í upphafi er haft sam- band við fyrirtæki og verkefnið kynnt. Lögð er áhersla á að ekki sé verið að hvetja starfsmenn til að skipta um starf heldur að kynna fyrir þeim þær leiðir sem umhverfið hefur upp á að bjóða hvað varðar uppbyggingu á færni og þekkingu. Kynningarefni með upplýsingum um verkefnið er dreift á vinnustaðnum (veggspjöld og bæklingar). Á kynningarfundi fyrir starfsmenn kynna náms- og starfs- ráðgjafar verkefnið fyrir starfsmönnum, lýsa því hvað ráðgjöfin felur í sér og fjalla stuttlega um gildi símenntun- ar fyrir einstaklinginn. Í lok kynningar er starfsmönnum boðið að skrá sig í hálftíma viðtal hjá ráðgjafa. Fyrsta viðtalið fer fram á vinnustað á vinnutíma. Ef starfsmaður kýs að koma í annað viðtal þarf hann að gera það í eigin tíma. Hlutverk náms- og starfsráðgjafanna felst m.a. í því að leiðbeina starfsmönnum við að skilgreina markmið í tengslum við nám og störf og finna leiðir að þeim. Vinnustaðir „Námsráðgjöf á vinnustað“ hefur nú þegar verið veitt í 8 fyrirtækjum en um 100 starfsmenn úr 12 fyrirtækjum hafa komið í einstaklingsviðtöl. Starfsumhverfi fyrirtækja er mjög fjölbreytt og fyrir hvert þeirra hafa ráðgjafar í samráði við aðila fyrirtækisins þurft að finna hentugar leiðir til að nálgast starfsmennina. Ráðgjafar hafa hitt starfsmenn við ýmiss konar aðstæður á kaffistofum þeirra, skrifstofum, í setustofum og á göngum vinnustaða. Fjóla María Lárusdóttir N Á M S - O G S T A R F S R Á Ð G J Ö F Þ R Ó U N R Á Ð G J A F A R Á V I N N U S T Ö Ð U M
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.