Gátt


Gátt - 2004, Page 91

Gátt - 2004, Page 91
91 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S Upplýsinga er aflað með símaviðtölum. Þegar látnir og búsettir erlendis hafa verið dregnir frá er svarhlutfall 85- 90% en það telst hátt svarhlutfall miðað við aðrar úrtaks- kannanir hér á landi. Starfandi Venjulega eru þátttakendur í vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar spurðir um atvinnuþátttöku í fyrstu viku apríl og í fyrstu viku nóvember, áður en sumarvinna hefst og eftir að henni er lokið. Til starfandi fólks teljast svarendur sem höfðu A. starfað a.m.k. eina klukkustund í viðmiðunarvikunni. B. verið fjarverandi frá starfi sem það er ráðið til. Að meðaltali voru 157.400 manns starfandi árin 2000- 2002. 62% þeirra búa á höfuðborgarsvæðinu en 38% utan þess. Konur eru 47% starfandi fólks en karlar 53%. Athygli vekur munur á stöðu karla og kvenna með grunn- menntun og karla og kvenna með sérskólamenntun. Starfandi konur með grunnmenntun eru um 45% fleiri en starfandi karlar með grunnmenntun. Karlar með sér- skólamenntun eru hins vegar 150% fleiri en konur með sérskólamenntun. Svarandi telst vera í fullu starfi ef hann vinnur að jafnaði 35 klst. eða meira á viku. Hann telst vera í hlutastarfi ef hann vinnur 1-34 klst. að jafnaði á viku. Eins og sjá má af töflunni hér fyrir neðan eru konur mun líklegri en karlar til að vera í hlutastarfi. Konur með grunnmenntun, starfsnámskeið eða gagnfræðapróf eru 22% starfandi fólks en karlar 20%. Um 45% kvennanna eru í hlutastarfi en fjórðungur karlanna. Starfandi eft i r menntun Í vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar er spurt um hæstu prófgráðu þátttakenda. Flokkarnir grunnmenntun og framhaldsskólamenntun eru nánar skilgreindir svona: Hæsta prófgráða Alls Konur Karlar Höfuðb- Utan svæði hbsv. Grunnmenntun . . . . . . . . . . 26% 16% 11% 14% 12% Starfsnámskeið/gagnfræðapróf . . 15% 6% 9% 8% 7% Framhaldsskólamenntun . . . . . 28% 13% 15% 18% 10% Sérskólamenntun . . . . . . . . . 14% 4% 10% 9% 5% Háskólamenntun . . . . . . . . . 16% 7% 9% 13% 4% Samtölur 100% 47% 53% 62% 38% Heimild: Hagstofa Íslands Konur Karlar Hæsta prófgráða Hlutastarf Fullt starf Hlutastarf Fullt starf Alls Grunnmenntun . . . . . . . . . . . 8% 8% 3% 8% 26% Starfsnámskeið/gagnfræðapróf . . 2% 4% 1% 8% 15% Framhaldsskólamenntun . . . . . . 6% 7% 2% 13% 28% Sérskólamenntun . . . . . . . . . . 2% 2% 0% 10% 14% Háskólamenntun . . . . . . . . . . 2% 6% 1% 8% 16% Samtölur 20% 27% 6% 47% 100% Heimild: Hagstofa Íslands

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.