Gátt - 2014, Page 27
27
F r Æ Ð s L U M i Ð s t Ö Ð A t V i N N U L Í F s i N s
g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4
og vinnumarkaðar. Ákveðið var að skilgreina þýði og úrtak
bæði meðal íbúa og einnig meðal fyrirtækja og atvinnulífs
og kalla eftir upplýsingum um hvaða væntingar og þarfir
eru til staðar, ekki síst með tilliti til framtíðarfærni. Megin-
spurningin er, hvernig getum við undirbúið okkur fyrir fram-
tíðarkröfur vinnumarkaðarins?
Ákveðið var að leita sérfræðiráðgjafar hjá RHA og
einnig að kaupa af þeim þjónustu við gerð spurningalista og
framkvæmd kannana. Samstarfsaðilar komu sér saman um
aðferðafræði í upphafi verkefnis og settu sér sameiginlegt
markmið með verkefninu.
N I Ð U R S T Ö Ð U R K Ö N N U N A R
Í febrúar og mars 2013 fór fram netkönnun meðal fólks
með skráð netfang á listum hjá Dalvíkurbyggð, Einingu-Iðju,
Félagi verslunar og skrifstofufólks á Akureyri, Fjallabyggð,
Kili – stéttarfélagi í almannaþjónustu, SÍMEY og Vinnumála-
stofnun á Norðurlandi eystra. Könnunin var send til 3.120
einstaklinga sem voru í markhópi hennar og svöruðu 1.669
eða 53,5% þýðisins. Samhliða fór fram netkönnun meðal
stjórnenda sem eru félagsmenn í Samtökum atvinnurek-
enda á Akureyri (SATA) og hjá fyrirtækjum á netfangalista
atvinnufulltrúa Akureyrarbæjar. Spurningalistinn var sendur
til 137 fyrirtækja og einyrkja og fengust 67 svör (48,9%).
0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100%
Allir
Karl
Kona
30 ára og yngri
31-45 ára
46-60 ára
61 árs og eldri
Grunnmenntun
Starfsnám eða iðnmenntun
Matvælaframl., landbún. og sjávarútv.
Iðnaður
Verslun og þjónusta
Opinber þjónusta
Fræðslu-, menningar- og íþróttastarfsemi
Stúdentspróf
Háskólapróf
Engum tíma 1-4 klst. 5-19 klst. 20 klst. eða meira
0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100%
Grunnmenntun Iðnnám eða starfsnám Stúdentspróf Háskólapróf
Mynd 1 – Menntun þátttakenda.
Mynd 2 – Tími sem þátttakendur vörðu í sí- og endurmenntun, greint eftir kyni, aldri,
menntun og atvinnugrein.