Gátt - 2014, Page 35

Gátt - 2014, Page 35
35 F r Æ Ð s L U M i Ð s t Ö Ð A t V i N N U L Í F s i N s g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 að iðnmenntun veiti nokkuð greiðan aðgang að störfum í greininni, að minnsta kosti á uppgangstímum. Rúmlega helmingur þeirra sem tóku þátt í könnunni var að vinna á Íslandi þegar hún var gerð, sjá mynd 6. Ekki liggur fyrir hvað þessi hópur hafði verið lengi á atvinnuleysisskrá né hvort tengsl séu á milli þeirra sem hafa verið lengi atvinnu- lausir og þeirra sem voru án atvinnu þegar þeir svöruðu könnuninni. Allir sem svöruðu höfðu þó verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur á tilteknu tímabili. Hærra hlutfall karla en kvenna voru að vinna, eða 60,6% karla á móti 48% kvenna. Áhuga vekur að 71,8% þeirra sem hafa unnið við sína starfs- grein á Íslandi voru að vinna þegar könnunin var gerð, ýmist í fullu starfi eða hlutastarfi, á móti 55,5% þeirra sem höfðu aldrei unnið starf tengt sinni sérgrein á Íslandi. T U N G U M Á L A N Á M o G T U N G U - M Á L A K U N N Á T T A Hluti af rannsókninni samanstóð af spurningum sem snéru að íslenskukunnáttu og áhuga á tungumálanámskeiði. Þátt- takendur voru beðnir að meta sjálfir kunnáttu sína í íslensku. Spurt var: Hver er kunnátta þín í íslensku? Valmöguleikar og svarhlutfall skiptust þannig: a) Mjög góð kunnátta, alls 1,6% b) Góð kunnátta, alls 10,1% c) Ég get átt samskipti í hversdagslegum aðstæðum, alls 37,2% d) Ég get sagt nokkur orð, alls 47% e) Ég kann ekkert í tungumálinu, alls 3,9% Töluvert hærra hlutfall kvenna en karla telja sig geta átt samskipti í hversdagslegum aðstæðum, eða 40,5% kvenna á móti 33,9% karla. Alls 55,1% karla telja sig einungis geta sagt nokkur orð. Menntun og aldur þátttakenda virðist skipta hér máli en yngri þátttakendur og þeir sem hafa háskóla- menntun meta getu sína á hærra stigi. Það ber að nefna að þetta var sjálfsmat og að fólk hefur gjarnan tilhneigingu til að vanmeta kunnáttu sína og færni í tungumálum. En hvað sem því líður er stór hluti þátttakenda sem metur kunnáttu sína í íslensku þannig að þeir geti einungis sagt nokkur orð. Það er bagalegt og hamlar mjög framgangi fólks á vinnu- markaði að geta ekki átt í daglegum samskiptum án mikilla vandkvæða. Síðasti hluti könnunarinnar var spurning sem snéri að áhuga þátttakenda á því að stunda tungumálanám og starfstengt nám. Meirihluti fólks sem vildi taka þátt í tungu- málanámskeiði vildi einnig stunda starfstengt nám, eða alls 80,7%, en þeir sem voru óákveðnir hvað varðar tungu- málanám voru það einnig hvað varðar starfstengt nám, eða alls 58,3%. Ef borin eru saman atvinnuþátttaka og vilji til að stunda nám kemur í ljós mikil fylgni á milli þeirra sem vinna núna (fullt starf eða hlutastarf) og hafa unnið sumarið áður og þess að vilja taka þátt í námi, en um 80% allra þeirra hafa áhuga á námi. Þeir sem voru ekki að vinna þegar könnunin var gerð hafa minnstan áhuga á að taka þátt í námi (68,4%) eða eru óákveðnir (22,8%). Þetta sýnir skýrt að virkni á vinnumarkaði þýðir meiri virkni á öðrum sviðum lífsins. A Ð L o K U M Það er von okkar höfunda að niðurstöður þessarar könnunar verði vísir að því að starfsmenntun pólskra innflytjenda verði bæði sýnilegri í umræðu um menntunarstig íbúa landsins og að hún verði metin betur að verðleikum en verið hefur á íslenskum vinnumarkaði. Einnig ættu bæði yfirgripsmikil reynsla og tegundir af starfsmenntun þátttakenda að geta orðið uppspretta nýrra leiða í raunfærnimati. Ljóst er að mikill meirihluti þátttakenda er með menntun á framhalds- eða háskólastigi en hefur ekki haft tækifæri til að nýta hana í starfi hér á landi. Greina má mikinn áhuga hjá þátttakendum á því að fá tækifæri til starfstengds náms á Íslandi og að flétta það saman við þjálfun í íslensku. Þessar niðurstöður haldast í hendur við þá þróun í Evrópu og á Norðurlöndum að tengja saman starfstengt nám og tungumálaþjálfun fyrir innflytj- endur. Staðreyndin er nefnilega sú að það er óraunhæft að ætlast til þess að innflytjendur „klári“ að læra íslensku áður 54.3% 5.0% 1.2% 5.4% 30.6% 3.5% Já, í fullu starfi Já, í hlutastarfi Já, ég rek mitt eigið fyrirtæki Nei, en ég vann síðastliðið sumar Nei Nei, ég bý ekki lengur á Íslandi Mynd 6 – ertu að vinna núna á Íslandi?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.