Gátt - 2014, Síða 42

Gátt - 2014, Síða 42
42 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 • kennslan og undirbúningur séu skilvirkari, • kennarar viti til hvers sé ætlast af þeim, • einfaldara sé að taka á móti þátttakendum sem jafn- vel koma frá öðrum fræðsluaðilum þar sem námsferl- arnir eiga að vera samræmdir, • en … kennurum fannst kennslan sjálf ekki endilega hafa breyst. Aukinn skýrleiki og betra skipulag Gæðavottunin virðist hafa haft þau áhrif á þá kennara og verkefnastjóra sem við ræddum við, að þeir upplifi meiri skýrleika og öryggi í starfi. Greinilegt er að kennararnir eru í nánu samstarfi við verkefnisstjóra og að þeir veiti þeim öryggi og aðhald. Skráning verkferla í gæðahandbókina og önnur vinna við sjálfsmatið valda því að hugmyndir þeirra um verkefni þeirra eru mun skýrari. Skráðir ferlar og aðhald samstarfsfólks hjálpa þeim að halda sér við efnið: 0 … við fylgjum þessum stöðlum mjög vel og erum þá með manneskju í því sem sparkar í mig ef ég er ekki að sinna þessu nógu vel og ég sé að skila þessu af mér rétt. 0 Við vorum náttúrulega með ferla án þess að vita það skilurðu en núna er þetta bara niðri á blaði. Það er búið að setja allt niður þannig að ef einhver veikist eða eitt- hvað þá fer maður bara í ferilinn. Þetta er bara miklu miklu skilvirkara. Skipulagið er miklu betra, við eyðum minni tíma í að leita að hlutum. Skjalavarsla og allt er orðið miklu markvissari. Það er rosa flott. 0 Við höfum rætt hvað utanumhald skiptir miklu máli fyrir hópana okkar og þessi tengsl sem verkefnastjóri þarf að hafa. … það koma alltaf upp einhverjir hlutir sem við erum ekki viss hvernig á að díla við en ef verkefnastjór- inn heldur vel á spöðunum og er vakandi þá hef ég trú á að það skili sér í námið. 0 … það er auðvitað gott fyrir okkur að vita að við séum að fara eftir einhverjum ákveðnum stöðlum, það styrkir okkur í því að við séum að gera rétt … þetta er ákveðið öryggi. Bæði kennarar og verkefnastjórar nefna að skýrir ferlar og gott utanumhald skapi öryggi hjá þátttakendum sem síðar leiði til betra náms. Svipaðar hugmyndir komu fram í kafl- anum hér að ofan þar sem þeim þótti það merki um gæði að þjónusta tæki mið af því að þátttakendur séu fullorðnir og að góð tengsl við kennara beri vitni um gæði í fræðslustarfi. Hér bætist við sú vídd að annað starfsfólk – eins og verk- efnastjórar – skapi kennurum og þátttakendum öryggi með góðu utanumhaldi um hagnýta þætti námsins og skýrum skilaboðum til þátttakenda. Skilvirkara utanumhald, skýrari ferlar Viðmælendur okkar upplifa breytingu í kjölfar vinnunnar við gæðahandbókina, breytingu til hins betra. Það birtist meðal annars í því að allir eru orðnir meðvitaðri um sitt hlutverk. Helsta ástæða þess er að verkferlar urðu sýnilegri. Það varð ljóst hvert hlutverk verkefnastjórans var og utanumhaldið varð í fastari skorðum sem síðar skilaði sér í meiri skilvirkni. Gæðavinnan virðist hafa fest í sessi það hlutverk verkefna- stjórans að hafa umsjón með kennurum, halda utan um ákveðna hagnýta hluti, styðja við nemendahópinn og hafa yfirsýn yfir allt ferli námsins hjá hverjum nemendahópi fyrir sig. Þetta utanumhald virðist skila sér í auknu öryggi kenn- ara. En það vekur furðu okkar að nokkrir þeirra segja að gæðastjórnunin hafi ekki bein áhrif á kennsluna sem slíka þótt þeir séu meðvitaðri um það sem ætlast er til af þeim. Frá okkar sjónarhóli hlýtur einmitt margt sem þeir lýsa að hafa áhrif á samskipti þeirra við nemendur og annað sem þeir gera með nemendum í kennslustofunni, það hlýtur að flokkast undir kennslu: 0 … ég held að listarnir og mappan hjálpi við að hafa yfirsýn yfir það sem þarf að framkvæma og halda utan um og þannig hefur þetta áhrif á starfið, já. 0 Það sem ég finn með það er það að við erum orðnar meðvitaðri um bæði kennarana, að þeir séu að gera það
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.