Gátt - 2014, Side 44

Gátt - 2014, Side 44
44 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 Aukið sjálfstraust Meira sjálfstraust og skilvirkari starfsferlar er það sem gæða- vottunin hefur skilað fræðsluaðilum að mati viðmælenda. Það að vera kominn með gæðastimpil veitir þeim aðhald og gefur starfsmönnum og kennurum hvatningu til þess að halda vel á spöðunum. Gæðahandbókin hefur auðveldað vinnu með þátttakendum til muna þar sem ferlarnir eru mjög skýrir. Þá er auðveldara að taka á móti nýju starfs- fólki þar sem ljóst er hvers er að vænta á báða bóga. Eftir að umræddir fræðsluaðilar fengu gæðavottun hefur starfsemin orðið sýnilegri. Það skiptir máli að nærsamfélagið viti að þangað er hægt að leita, hvort sem um formlegt nám er að ræða eða óformleg námskeið. 0 Mesta breytingin sem ég finn þó fyrir er hvatning, stuðn- ingur og framför sem verkefnastjórinn minn hefur lagt sig fram við að innleiða. Ég er mjög sáttur með stöðu mína og aðhald við mína vinnu þó svo að þetta sé að mestu farið að gera sig sjálft milli okkar [nafn verkefna- stjóra] enda hefur samstarfið alltaf verið gott. 0 Ég held að þetta er svona ákveðinn gæðastimpill á námið. Þetta er það er óneitanlega út á við þá skiptir þetta máli. Og þeir sem starfa í þessum geira þeir vita alveg að ef fyrirtæki fara í gegnum svona þá vita þeir alveg að þeir setja metnað sinn í að vera með góða kennara, að kennslan fari vel fram. 0 Já, þetta er orðið svona mun markvissara nú þannig að hérna að það kom hellingur í ljós að ég var að vasast í allt of miklu. Og svona nú fór maður að geta sagt það, ég á ekkert að sjá um þetta. 0 Það er skýrara fyrir þá sem koma nýir inn hvað þarf að gera, gátlistarnir hjálpa þannig og það er orðið form- legra hvernig við höldum utan um hlutina, skrár og upp- lýsingar um námið og svoleiðis. 0 Niðurstaðan: Betra starf! Viðhorf og reynsla átta starfsmanna fræðslustofnana, sem við ræddum við, voru nokkuð svipuð. Það að viðmælendur voru fáir þýðir að ekki er hægt að alhæfa um alla íslenska fræðsluaðila sem hafa fengið gæðavottun EQM en vonandi gefa viðhorf og reynsla þeirra lesendum efnivið í áhugaverð samtöl um gæði á sínum vinnustað. Spurningin „hvað eru gæði hjá okkur“ getur laðað fram ólík svör frá ólíkum fræðsluaðilum sömuleiðis í tengslum við rekstur ólíkra námstilboða. Það sem teljast gæði í einu nám- skeiði þurfa ekki endilega að vera gæði í öðru. Engu að síður gefa svör viðmælenda okkar til kynna að einhvern kjarna megi finna þegar leitað er að birtingarmynd gæða í námi full- orðinna. Hjá viðmælendum okkar stendur ánægja nemenda með námið framarlega, sömuleiðis að nemendum sé mætt sem fullorðnu fólki og þess vegna skapað rými fyrir virka þátttöku þeirra og sjálfsábyrgð. Þennan þátt nefna margir en reynslan sýnir að hér kreppir gjarnan skórinn, einkum þegar kennarar eru vanir að stjórna öllu í kennslustofunni og það sem hinir fullorðnu nemendur þekkja úr skóla er að kennarinn ræður og stjórnar svo til öllu. Engu að síður heyrir það til gamalla hefða fullorðinsfræðslunnar að skipuleggja námskeið þannig að rödd þátttakenda fái að heyrast og að þeir séu hvattir til ábyrgðar og virkni í námsferlinu öllu. Af viðtölum okkar við kennara og verkefnastjóra fræðslumiðstöðva er ljóst að þeim þykir gæðahandbók og gæðavottun hafa leitt til áþreifanlegra umbóta í starfi fræðslustofnananna sem þeir vinna við. Þeir segja starfs- menn leggjast á eitt um að skapa þannig andrúmsloft að þátttakendur finni sig velkomna og örugga á námsstað. Skýrir ferlar leiði til öryggis allra sem skili sér í betra námi. Það vakti athygli okkar að kennurum þótti gæðahand- bókin ekki hafa áhrif á kennslu þeirra þótt þeir væru nýbúnir að lýsa verulegum áhrifum hennar á tilfinningar sínar og á marga hagnýta þætti sem hafa áhrif á nám og kennslu. Þetta rímar við niðurstöðu ytra mats tveggja framhaldsskóla þar sem gæðastjórnunin þótti ekki hafa bein áhrif á kennslu. Ef til vill er skýringa að leita í því viðhorfi að það sem gerist það sem gerist í kennslustofunni sé einkamál nemenda og kenn- ara þeirra. Hver svo sem skýringin er þá lýstu bæði kennarar og verkefnastjórar margvíslegum áhrifum gæðahandbókar á margt sem snýr að og styður við kennsluna sjálfa. En í ljósi þess að nám og gæði í námi má sjá sem samvinnu nemanda, kennara og fræðsluaðila er full ástæða til að skoða hvernig fræðslustofnun getur stutt kennara sína í viðleitni þeirra við að skapa rými til að styðja við ábyrgð og virkni þátttakenda í námi sínu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.