Gátt - 2014, Síða 49

Gátt - 2014, Síða 49
49 F r Æ Ð s L U M i Ð s t Ö Ð A t V i N N U L Í F s i N s g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 og smátt í hópi fólks með grunnmenntun á vinnumarkaði og er gert ráð fyrir að sá hópur verði kominn undir 60.000 árið 2025. Fjölgun háskólamenntaðra mun verða talsvert meira áberandi meðal kvenna en karla samkvæmt þessu spálíkani og mun konum fækka í hópi þeirra sem hafa fram- haldsmenntun. Körlum með framhaldsmenntun mun á hinn bóginn fjölga nokkuð auk þess sem þeim kemur líka til með að fjölga talsvert í hópi háskólamenntaðra. S T Ö R F Á V I N N U M A R K A Ð I Eftir fækkun starfa um nálægt 10.000 í hruninu og litlar breytingar þegar á heildina er litið næstu ár á eftir, fjölgaði störfum á vinnumarkaði um nærri 2.000 á árinu 2012 (1,1% fjölgun starfa) og nærri 6.000 á árinu 2013 (3,4% fjölgun starfa). Fjölgun starfa þessi ár er nánast sú sama og hag- vaxtarprósentan og hefur störfum því fjölgað meira en búast hefði mátt við í ljósi þess að störfum fjölgar alla jafna um 0,3- 0,6% fyrir hvert stig hagvaxtar. Svo virðist því sem hagvöxtur síðustu tveggja ára, sem byggist mikið til á vexti í ferðaþjón- ustu, sé mannaflsfrekari en sá hagvöxtur sem verið hefur á Vesturlöndum síðustu áratugi. Tölur um fjölgun starfa fyrstu þrjá ársfjórðunga þessa árs benda til að störfum muni fjölga um hátt í 4.000 á árinu, sem gerir fjölgun um nálægt 2,2%, en spáð er að hagvöxtur verði um eða yfir 3%, sem gerir um 0,7% fjölgun starfa fyrir hvert prósentustig hagvaxtar. Þar sem spáð er þokkalegum hagvexti næstu ár er gert ráð fyrir að störfum muni fjölga nokkuð umfram fjölgun vinnuafls næstu tvö ár og að atvinnuleysi muni að sama skapi minnka smám saman á næstu tveimur til þremur árum. Þaðan í frá er gert ráð fyrir að fjölgun starfa verði í takt við fjölgun á vinnumarkaði og atvinnuleysi haldist því svipað, þó það ráð- ist að sjálfsögðu af efnahagssveiflum hvernig þróunin verður frá ári til árs. Í töflu 1 eru teknar saman helstu tölur um stöðu á vinnumarkaði ásamt tölum um mannfjölda á árunum 2013 og 2014 og spá um þróunina næstu 10 ár. Uppbygging atvinnugreina og tegund starfa hefur breyst umtalsvert á síðustu áratugum á Íslandi líkt og annars staðar um hinn vestræna heim. Koma þar til þættir eins og tækni- þróun, aukin alþjóðasamskipti og minni hindranir í flæði vöru og þjónustu um heiminn, aukin áhersla á afþreyingu, ferða- lög og tengda þjónustu og aukin öldrunarþjónusta svo eitt- hvað sé nefnt. Störfum við framleiðslugreinar og iðnað hefur heldur farið fækkandi en mikil fjölgun hefur orðið í störfum tengdum verslun og þjónustu ýmis konar og eru greinar eins og upplýsingatækni, fjármálaþjónusta, ferðatengd þjónusta og ýmsir þættir opinberrar þjónustu áberandi. Ef stuðst er við spálíkan Cedefop má gera ráð fyrir að þróunin haldi áfram með svipuðum hætti næstu tíu árin og ný störf verði að mestu leyti til í verslun og ýmsum þjónustu- greinum, einkum í einkageira framanaf. Er þar um að ræða áframhaldandi hraða fjölgun starfa sem tengjast ferðaþjón- ustu næstu tvö til þrjú árin en einnig nokkra fjölgun í flestum öðrum greinum þjónustu og verslunar. Einnig má gera ráð fyrir fjölgun starfa í opinberri þjónustu og þá frekar á seinni hluta þess tímabils sem horft er til. Er þar gengið út frá því að staða ríkis og sveitarfélaga muni styrkjast þegar líður á spá- tímann á sama tíma og þörf fyrir aukna félagslega þjónustu muni aukast, samfara fjölgun aldraðra, og að hið opinbera geti veitt meiri fjármunum í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Störfum í frumframleiðslu, iðnaði og byggingariðnaði kemur til með að fjölga nokkuð afgerandi á næstu tveimur til þremur árum samfara auknum umsvifum í byggingariðnaði fyrst og fremst. Hægja mun smám saman á fjölguninni fram til 2020 og mun fjöldinn svo standa nokkuð í stað eftir það. Þessi þróun er sýnd á mynd 2. Þetta endurspeglast jafnframt í tegundum starfa, sjá mynd 3. Þannig er gert ráð fyrir að störfum sérfræðinga, sér- Tafla 1 – Spá um þróun á vinnumarkaði 2015–2025. Mannfjöldi Mannfj. 16–69 ára Vinnuafl Starfandi Fjölgun starfa pr. ár Atvinnulausir Atvinnuleysi 2013 323.764 223.968 185.000 175.000 5.800 10.000 5,4% 2014 327.440 226.525 187.500 178.800 3.800 8.700 4,6% 2015 331.046 228.818 189.300 182.500 3.700 6.800 3,6% 2020 349.209 239.346 198.000 191.900 1.880 6.100 3,1% 2025 364.568 248.268 204.900 198.700 1.360 6.200 3,0%
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.