Gátt - 2014, Qupperneq 60

Gátt - 2014, Qupperneq 60
60 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 ALBErt EiNArssoN e F L I N G G R U N N L e I K N I Í N o R e G I Tom Sigurd Sørhus er deildarstjóri hjá Landsskrifstofu um færniþróun í Noregi, Vox (nasjon- alt fagorgan for kompetansepolitikk). Hann leiðir þar deild sem sér um úthlutun styrkja og stuðnings til margvíslegra verkefna. Þar á meðal eru styrkir til námsflokka og netskóla en einnig til verkefna á sviði grunnleikni, svo sem verkefnisáætlunar um grunnleikni í atvinnu- lífinu, BKA (á norsku Basiskompetanse i arbeidslivet). Hér á eftir fer viðtal sem Albert Ein- arsson tók við Tom Sigurd um tilkomu, þróun og stöðu BKA í Noregi. BKA hefur vakið athygli víða, bæði á Norðurlöndunum og suður í Evrópu. Undanfarna áratugi hefur verið viðvarandi skortur á vinnuafli í Noregi og á sama tíma eru gerðar auknar kröfur til færni starsfólks á flestum sviðum. Samtök á vinnumarkaði, svo sem norska Alþýðusambandið, hafa um árabil lagt mikla áherslu á að það að efla færni, einkum grunn- leikni, gera fólki mögulegt að halda áfram í starfi í stað þess að verða að hætta. Störfum sem gera litlar sem engar færnikröfur fækkar stöðugt þannig að það eru fáir aðrir kostir en langtíma atvinnuleysi eða félagsleg úrræði. Albert Einarsson Hver var ástæðan til þess að bKA var sett á laggirnar? Í Noregi hefur lengi verið unnið að stefnumörkun og aðgerðum til að auka hæfni fullorðinna og um skeið hefur áherslan beinst sérstaklega að því að auka hæfni í atvinnu- lífinu. Það að veita fleiri fullorðnum tækifæri til að bæta grunnleikni sína hefur verið mikilvægt markmið. Skortur á grunnleikni stendur oft í vegi fyrir þróun og umbótum í norskum fyrirtækjum. Rannsóknir sýna að um 400.000 full- orðna einstaklinga í Noregi skortir grunnleikni í lestri, skrift og reikningi. Margir telja að skortur á grunnleikni sé mikil- væg ástæða þess að fólk hrekst úr starfi. Með því að veita fólki tækifæri til að bæta sig og geta þar með betur tekist á við vinnudaginn, er mikilvægt verkefni. Þetta sáu yfirvöld og mátu sem svo að rétt væri að grípa til aðgerða. Verk- efnaáætlun um grunnleikni í atvinnulífinu – BKA – var því sett á laggirnar árið 2006 og var fyrsta fjárveitingin um 466 milljónir íslenskra króna.1 Strax fyrsta árið sóttu 167 fyrirtæki um styrk og 65 þeirra fengu samþykktan námskeiðsstuðning. 1 Í þýðingu greinarinnar hafa norskar krónur alls staðar verið umreiknaðar í íslenskar. Gengið sem notast var við er að finna á vef Framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins, sótt 22.10.2014 af http://ec.europa.eu/ budget/contracts_grants/info_contracts/inforeuro/inforeuro_en.cfm Hvernig hefur þróunin verið síðan? Við vorum mjög ánægð með að svo mörg fyrirtæki skyldu sækja um, en heildarupphæðin sem sótt var um var margföld sú upphæð sem við höfðum til umráða. En við fengum grun okkar staðfestan um að þörfin fyrir BKA væri mikil. Fyrstu árin tókst okkur ekki að sinna öllum og urðum að hafna mörgum góðum umsóknum. Yfirvöld hafa hins vegar aukið fjárveitingar til BKA svo að undanfarin ár hafa nær allar þær umsóknir sem metnar eru hæfar fengið úthlutun. Meðalfjárhæðir sem veitt er til verkefna hafa breyst nokkuð milli ára, frá því að vera ríflega 4 miljónir íslenskar krónur fyrsta árið í rúmlega 5,6 milljónir næstu árin og í tæplega 7,3 milljónir árið 2010. Frá upphafi hafa rúmlega 2.100 verkefni fengið stuðning frá BKA. Hafa orðið miklar breytingar á bKA frá upphafi verkefnisins? Vissulega hafa orðið ýmsar breytingar, bæði hvað varðar samsetningu þátttakendahópa og á námsefni námskeiða. Einnig hefur talsverð þróun átt sér stað hjá okkur í Vox og okkur gengur betur að gera verkefnin markvissari og ná þannig meiri skilvirkni. Samtímis höfum við einfaldað umsóknarferlið. Verkefnaáætlun eins og BKA má aldrei staðna, heldur verður hún að vera í stöðugri þróun. Við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.