Gátt - 2014, Qupperneq 62

Gátt - 2014, Qupperneq 62
62 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 aukin grunnleikni í munnlegri tjáningu hefur að segja fyrir atvinnurekendur og starfsfólk. Rannsóknarstofnanir sem vinna verkið hefja söfnun gagna haustið 2014 og eiga að skila skýrslu fyrir árslok 2015. það hlýtur að vera krefjandi verkefni fyrir Vox að annast bKA? Við teljum afar brýnt að verkefnaáætlun eins og BKA lúti góðri framkvæmdastjórn (n. administrasjon). Það er ekki aðeins um háar fjárhæðir að ræða heldur er líka mikilvægt að verkefnin nái til markhópsins með viðeigandi námsefni. Þess vegna er ýtarleg afgreiðsla umsókna mikilvæg. Enginn má efast um að umsókn sé hafnað án ástæðu og oft verðum við að draga úr umfangi einstakra umsókna. Okkar hlutverk er einnig að fylgja eftir verkefnunum, veita ráð og upplýsingar, en það eru styrkþegarnir sjálfir sem velja og ákveða með hvaða kennslufræðilegu nálgun námskeiðin eru skipulögð. Innan Vox eru margar deildir sem koma að starfi við BKA. Sjálf framkvæmdastjórnin er í deild sem heitir Úthlutunarum- sýsla (Avdeling for tilskuddsforvaltning) og að auki eigum við samstarf við Grunnleiknideild (Avdeling for grunnleggende ferdigheter) og Greiningardeild (Avdeling for analyse). Mikil- vægt er að BKA nái eyrum væntanlegra umsækjenda og not- enda og til þess fáum við aðstoð frá Almannatengsladeild (Avdeling for kommunikasjon) vegna markaðssetningar og samskipta við fjölmiðla. Mikill hluti verkefna hjá BKA snýst um umsýslu og afgreiðslu umsókna og eftirfylgni verkefna. Þar á meðal er skýrslugerð um þátttakendur og skýrslur og uppgjör á veittum styrkjum. Þegar verkefnin og viðtakendur fjárframlaga eru jafn mörg og raun ber vitni geta komið upp margvíslegar spurningar og úrlausnarefni, bæði lögfræði- legar og hvað snertir bókhald, sem við þurfum að leysa. Hafið þið einhverja hugmynd um hversu margir vinna við námskeiðahald innan bKA, það er að segja við kennslu og framkvæmd námskeiða? Það er ómögulegt að segja, við fáum engar upplýsingar um slíkt í skýrslunum sem við fáum frá styrkþegum. Munurinn er líka mikill milli námskeiða. Í sumum tilvikum er um að ræða 50 tíma tölvunámskeið fyrir 15 starfsmenn og í öðrum til- d Æ M I Bakers í Larvik er stórt og rótgróið bakarí, sem er hluti samsteypu bak- aría um allan Noreg. Bakers í Larvik sótti um námskeiðsstuðning til BKA í samvinnu við fræðsluaðilann Folkeuniversitetet. Markmiðið var að nám í grunnleikni skuli vera fyrsta skref á leið starfsfólks til að ljúka fagnámi. Í Bakers var fyrirtækið skilgreint sem kennslurými þegar starfsfólkið stundaði námið. Reynt var eftir fremsta megni að tengja námsefnið við dagleg verkefni þannig að grunnleikninnámið nýttist sem best þegar kæmi að fagnáminu. Ein úr hópi starfsfólksins, Cecilie Borgen, segir að grunnleikn- inámskeiðið geri það að verkum að starfsfólkið skili fyrirtækinu meiri árangri, það vinni á sjálfstæðari hátt, um leið og það skapi sjálfu sér öruggari grundvöll til frambúðar. (Sjá kynningu á verkefninu hér http://www.vox.no/Basiskompetanse-i-arbeidslivet-BKA/Reportasjer/ Kombinerer-BKA-kurs-og-fagbrev opplaring/) H V A Ð N ý T U R S T U Ð N I N G S ? BKA veitir stuðning til námskeiðs til að efla grunnleikni á einu eða fleirum eftirtalinna sviða: lestri, skrift, reikn- ingi, tölvu- og upplýsingafærni og munnlegri tjáningu. Námið verður að tengjast starfssviði þátttakendanna. Meðal markmiða námsins sem sótt er um skal hafa hliðsjón af sérstökum markmiðslýsingum fyrir lestur, skrift, reikning, tölvu- og upplýsingarfærni og munn- lega tjáningu. BKA veitir ekki stuðning vegna: • byrjendakennslu í norsku, • náms sem opinberir aðilar fjármagna með öðrum hætti, • fagmenntunar. BKA veitir heldur ekki stuðning til fólks í atvinnuleit eða þeirra sem ekki eru í fastri vinnu. Í þeim tilvikum veita aðrir opinberir aðilar stuðning. F j Á R V e I T I N G A R Fjárframlög til verkefnaáætlunarinnar hafa hækkað gríðarlega – úr tæp- lega hálfum milljarði króna árið 2006 í ríflega tvo og hálfan milljarð árið 2014. Árið 2006 fengu 65 aðilar fjárstuðning, árið 2011 voru styrkþegar 250 og árið 2014 eru þeir 497. Hlutfall umsækjenda sem fengu stuðning hefur vaxið jafnt og þétt en það bendir til þess að umsóknir séu stöðugt betri og markvissari.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.