Gátt - 2014, Síða 68

Gátt - 2014, Síða 68
68 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 a) fyrir einstaklinginn til að átta sig betur á styrkleikum sínum og kröfum atvinnulífsins. Niðurstöður mats á almennri starfshæfni veita viðkomandi einnig tækifæri til að styrkja þá hæfni sem hver og einn vill og styrkja þannig stöðu sína á vinnumarkaði. b) fyrir atvinnulífið til að byggja upp hæfni á vinnustað, t.d. með fræðslu og þjálfun. Sömuleiðis til að nýta í atvinnuauglýsingum, atvinnuviðtölum og frammi- stöðumati starfsmanna. c) fyrir skóla og fræðsluaðila til að draga fram og þjálfa þá hæfniþætti sem lagðir eru til grundvallar til undirbúnings fyrir þátttöku á vinnumarkaði. Hjá FA er vaxandi þörf fyrir skilgreiningar á þáttum sem bæði eru sameiginlegir flestum störfum og yfirfæranlegir milli starfa. Slíkar skilgreiningar kæmu að gagni við greiningu á hæfnikröfum starfa, við hönnun og skipulagningu náms og ekki síst við náms- og starfsráðgjöf til einstaklinga. Því var það kjörið tækifæri að taka þetta skrefi lengra og skil- greina almenna starfshæfni á íslenskum vinnumarkaði2 sam- hliða því að þróa nýjar aðferðir og verkfæri við greiningar á hæfnikröfum starfa hjá FA. Þeim er lýst í annarri grein í þessu tölublaði Gáttar (Guðmunda Kristinsdóttir, 2014). Fyrstu hæfnigreiningarnar með þessum nýju verkfærum höfðu gefið vísbendingar um hvað ætti heima í skilgreiningu á almennri starfshæfni en leita þurfti fanga víðar til samanburðar. N ý T T V e R K e F N I Í R A U N F Æ R N I - M A T I Árið 2012 hófst hjá FA verkefnið Þróun raunfærnimats til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun með tilkomu IPA styrks frá Evrópusambandinu (Fjóla María Lárusdóttir; 2013). Einn hluti þess verkefnis var að vinna að þróun hæfniviðmiða fyrir almenna starfshæfni og bjóða upp á raunfærnimat í kjölfarið. Með því hófst markvisst starf við þróun hæfniviðmiða með aðkomu fleiri aðila. Í þessum hluta verkefnisins fólst að: • greina hæfniviðmið fyrir almenna starfshæfni, • útbúa gátlista og verkfæri fyrir raunfærnimat, • koma af stað tilraunaverkefni, raunfærnimati fyrir 20 atvinnuleitendur, 2 Fyrir markhóp þann sem lög um framhaldsfræðslu ná til. • meta tilraunaverkefnið að því loknu og endurbæta gátlista og verkfæri út frá reynslunni. Með því að veita fólki tækifæri til að fara í raunfærnimat og máta sig við viðmið um almenna starfshæfni fær einstak- lingur í hendur niðurstöður sem sýna hvar styrkleikar hans liggja og þar með sér hann líka hvar hann ætti hugsanlega að styrkja sig og efla til að styrkja stöðu sína almennt á vinnumarkaði. Hafa ber í huga að slíkar niðurstöður eru alltaf eign einstaklingsins og hann velur hvort og hvernig hann nýtir þær. Kjósi hann svo getur hann nýtt þær til að efla eigin hæfni. Aukinn skilningur á eigin hæfni getur hjálpað einstak- lingi að taka næstu skref í starfsþróun og starfsleit, t.d. með því að ákveða hvers konar störfum hann vill sinna, ákveða á hvaða sviði nám og þjálfun ætti helst að vera og loks nýtist hann við gerð ferilskrár ef viðkomandi er í starfsleit. N Á N A R U M V e R K e F N I Ð Myndaður var hópur til ráðgjafar um verkefnið með þátt- töku aðila frá samtökum launafólks, stéttarfélögum, fyrir- tækjum, Vinnumálastofnun, Kvasi og FA. Haldnir voru átta fundir með hópnum þar sem áhersla var lögð á að skilgreina viðfangsefnið og móta hæfniviðmið og aðferðafræði fyrir raunfærnimatið. Í undirbúningi verkefnisins voru skoðuð mismunandi hug- tök og skilgreiningar á almennri starfshæfni í öðrum löndum. Margar skilgreiningar má finna og er hug taka notkun mis- munandi en á ensku er talað um „employability skills“ eða „workability skills“, sem fela síðan gjarnan í sér aðra hæfni (persónulega hæfni) sem ýmis hugtök eru notuð yfir, s.s. „soft skills“, „basic skills“, „personal skills“ og „funda mental skills“. Mikið efni um skilgreiningar var skoðað og skilgrein- ingar og þættir voru bornir saman.3 Við nákvæma skoðun og samanburð efnisins kom í ljós að sömu atriði komu fyrir aftur og aftur með aðeins ólíkum áherslum. Conference Board of Canada, sem er sjálfstæð, óháð rannsóknarstofnun í Kanada, hefur sett fram skilgreiningu um almenna starfshæfni sem er mjög vel útfærð og varð fljótlega helsta fyrirmyndin (Employability Skills 2000+). Í kjölfarið var leitað til Human 3 Má þar nefna: Lykilhæfni í aðalnámskrá framhaldsskóla (2012), Átta lykilhæfniþættir Evrópusambandsins („European Communities“ 2007); Employability Skills Top 10, skilgreindir af atvinnurekendum í UK (STEMNET e.d.), Revow (2010) hæfniþættir, sem skilgreindir voru í LdV. Evrópuverkefni um raunfærnimat, unnið hjá FA í samstarfi sex landa og Employability skills 2000+ frá Conference Board of Canada (2014).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.