Gátt - 2014, Síða 69

Gátt - 2014, Síða 69
69 F r Æ Ð s L U M i Ð s t Ö Ð A t V i N N U L Í F s i N s g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 Resource Systems Group í Kanada (www.hrsg.ca), sem eru höfundur að þeim hæfnigrunni sem FA notar, til ráðgjafar um samræmingu. Niðurstaða þessarar undirbúningsvinnu, þ.e. drög að almennri starfshæfni sem þegar var farið að nota við hæfni- greiningar hjá FA, var lögð fyrir ráðgjafahópinn. Hópurinn fór gaumgæfilega yfir innihaldið og gerði viðeigandi breytingar og skilaði niðurstöðu sem sjá má á mynd 1. Ákveðið var að skilgreina einnig grunnleikni (e. basic skills) sem samanstendur af læsi, ritun, talnaskilningi og upplýsingatækni á sama hátt, í þeim tilgangi að nota í raun- færnimatinu. Grunnleikni er undirstaða annarrar færniupp- byggingar og forsenda fyrir virkri þátttöku í atvinnulífinu. Í þeim hluta verkefnisins var einnig stuðst við gögn frá VOX (e.d.) og efni úr Evrópu verkefni sem kallast Lit.voc (e.d.). Þar hafa verið teknar saman greiningar á hæfniþáttum fjölmargra starfa, unnar í mismunandi löndum. Samantekt úr þessari vinnu var einnig lögð undir ráðgjafahópinn til endurskoðunar. H Æ F N I V I Ð M I Ð F y R I R A L M e N N A S T A R F S H Æ F N I Í niðurstöðu skilgreiningar á almennri starfshæfni segir að um sé að ræða hæfni sem nýtist bæði á vinnustað og í sam- félaginu en á mismunandi hátt eftir aðstæðum og störfum. Einnig segir þar að með almennri starfshæfni er ekki aðeins átt við þá hæfni að geta verið á vinnumarkaði heldur einnig hvernig einstaklingar geti aukið starfshæfni sína (sjá mynd 1). Samstaða var um að nota þessa 11 hæfniþætti úr hæfni- grunni FA sem lýsingu á almennri starfshæfni og að auki fjóra þætti sem lýsa grunnleikni. Hver og einn hæfniþáttur er síðan skilgreindur nánar eins og sjá má dæmi um á mynd 2. Þeir hæfniþættir sem hér er vísað til eru úr hæfnigrunni FA en þeir eru þrepaskiptir í samræmi við íslenskan viðmiða- ramma um menntun. Íslenski viðmiðaramminn er með 7 þrep þannig að fyrsta þrepið samsvarar tveim fyrstu þrepum evrópska rammans EQF sem hefur 8 þrep. Í vinnu hópsins kom fram mikil þörf fyrir því að skipta fyrsta þrepinu í tvennt; 1a og 1b til þess að innan viðmiðanna rúmist fleiri tegundir af störfum sem fela í sér meiri fjölbreytileika/breidd í færni s.s. fyrir þá sem eru að hefja störf á vinnumarkaði eða þá sem hafa skerta starfsgetu og/eða fatlaða einstaklinga. Einnig getur það verið meiri hvatning fyrir einstaklinginn til að færast á milli þrepa þar sem þrepin eru „þrengri“ og því meiri möguleikar að færast fram á við. Miklar umræður urðu A L M e N N S T A R F S H Æ F N I o G G R U N N L e I K N I Hér er átt við þá hæfni (leikni, viðhorf og breytni) sem einstaklingur þarf að búa yfir eða tileinka sér til þess að taka á virkan hátt þátt í sam- félaginu, vera á vinnumarkaði, þróast í starfi og geta tekið á sig meira krefjandi störf. Almenna starfshæfni má flokka í persónulega hæfni og samstarfs- hæfni. Hún nýtist bæði á vinnustað og í samfélaginu en á mismunandi hátt eftir aðstæðum og störfum. Almenn starfshæfni byggir á tiltekinni grunnleikni. Persónuleg hæfni er drifkrafturinn til þroska og vaxtar. Með því að efla persónulega hæfni auka einstaklingar möguleika sína á framgangi í starfi. Samstarfshæfni er mikilvæg til að geta lagt sitt af mörkum á vinnustað og í samfélaginu. Þeir sem hafa góða samstarfshæfni ná meiri árangri í viðfangsefnum sínum. Grunnleikni er undirstaða frekari hæfniuppbyggingar og forsenda fyrir virkri þátttöku í atvinnulífinu. Að búa yfir nægjanlegri grunnleikni er afgerandi forsenda fyrir öllu öðru námi og þjálfun í starfi. • Persónuleg hæfni. Viðhorf, leikni og breytni sem eykur mögu- leika einstaklings fyrir vöxt og þroska. • Aðlögunarhæfni • Ábyrg nýting • Mat og úrlausnir • Starfsþróun og færniefling • Söfnun og úrvinnsla upplýsinga • Vinnusiðferði og gildi • Jafnréttisvitund • Öryggisvitund • Samstarfshæfni. Það sem þarf til að geta lagt sitt af mörkum fyrir heildina til að árangur náist. • Árangursrík samskipti • Samvinna • Skipulag og áætlanir • Grunnleikni. Leikni sem er undirstaða frekari hæfniuppbyggingar. • Lestur/læsi • Ritun • Talnaskilningur • Upplýsingatækni Mynd 1 – Niðurstaða hóps sem vann að skilgreiningu viðmiða fyrir almenna starfshæfni (yfirlit).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.