Gátt - 2014, Qupperneq 75

Gátt - 2014, Qupperneq 75
75 F r Æ Ð s L U M i Ð s t Ö Ð A t V i N N U L Í F s i N s g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 Náms- og starfsráðgjafi Farskólans undirbjó og skipu- lagði raunfærnimatið. Hann tók skimunarviðtöl við starfs- menn FISK, aðstoðaði þá við að útbúa eigin færnimöppur og fór yfir gátlista með starfsmönnum. Starfsmenn Fisk- tækniskóla Íslands komu að lokum og mátu og staðfestu raunfærni starfsmanna í fisktækni. Í júní lauk raunfærnimati í fisktækni og fékk hver einstaklingur að meðaltali metnar 43 framhaldsskólaeiningar af 70 mögulegum og þar af fengu tveir einstaklingar 54 einingar metnar. Fjórir starfsmenn FISK uppfylltu ekki skilyrði til raunfærnimats þar sem þeir höfðu ekki unnið í nógu langan tíma við fiskvinnslu. Þessir sautján einstaklingar, ásamt þeim fjórum sem ekki fóru í raunfærni- mat, settust á skólabekk í byrjun september og hófu nám í fisktækni í sinni heimabyggð. S K I P U L A G o G F R A M K V Æ M d F I S K - T Æ K N I N Á M S I N S Frá upphafi var gert ráð fyrir að Farskólinn kæmi að skipu- lagningu fisktækninámsins. Helstu rökin fyrir aðkomu Far- skólans voru þau að um er að ræða fullorðna námsmenn sem flestir hafa lokið raunfærnimati hjá Farskólanum og eru starfandi á vinnumarkaði. Námið fer fram að loknum vinnu- tíma starfsmanna og því þótti það við hæfi að hluti námsins færi fram í Farskólanum, í umhverfi sem er sérhannað fyrir fullorðna námsmenn. Til að hafa góða yfirsýn yfir fisktækninámið ákváðu sam- starfsaðilar að koma á fót verkefnastjórn. Í henni sitja einn aðili frá hverjum skólanna þriggja auk fulltrúa frá FISK. Verk- efnastjórar frá hverjum aðila fyrir sig sjá um skipulagningu námsins, stýra daglegum verkefnum og eru í samskiptum við námsmenn svo dæmi séu tekin. Fisktækninámið á Sauðárkróki hófst í byrjun september 2014. Hlutverk samstarfsaðila er skipulagt á þann veg að Farskólinn hefur umsjón með almennum bóklegum greinum námsins. Sjá nánar í töflu 1. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Fisktækniskólinn skipuleggja og kenna þær náms- greinar sem út af standa, samkvæmt samkomulagi sín á milli. Fer sú skipting bæði eftir fjölda námsmanna í áfanga og eins eftir því hvar sérfræðiþekkingin liggur hjá skólunum. Við skipulagningu fisktækninámsins síðastliðið sumar var ljóst að það gæti orðið snúið að fjármagna námið þar sem starfsmenn FISK komu vel út úr raunfærnimatinu eins Tafla 1 Taflan sýnir almennar bóklegar greinar fisktækninámsins. Námsþáttur Kennslustundir Kynning 5 Námstækni og samskipti 45 Íslenska 1 og 2 70 Upplýsingatækni 1 80 Enska 40 Stærðfræði 40 Færnimappa 15 Mat á námi og skólastarfi 5 Samtals 300 Fisk hópurinn. Þessi mynd er tekin þegar hópurinn fékk skírteini sín í kjölfar raunfærnimatsins. Í efri röð til vinstri er Nanna Bára Maríasdóttir frá Fisktækniskóla Íslands. Í neðri röð frá vinstri eru: Aðalheiður Reynisdóttir, náms- og starfsráðgjafi Farskólans og Ásdís Pálsdóttir frá Fisktækniskólanum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.