Gátt - 2014, Page 88

Gátt - 2014, Page 88
88 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 Guðrúnu Fjólu gekk námið vel og hún var þakklát fyrir hvatninguna sem hún fékk frá starfsfólki Fræðslunetsins. Þar vildu allir fylgjast með hvernig gengi og voru boðin og búin til að aðstoða ef með þurfti. Starfsfólkið á mikinn þátt í því að Guðrún hefur náð svo langt í námi. útskrifuð og ráðin í vinnu Í desember 2012 útskrifaðist Guðrún Fjóla sem sjúkraliði. Hún starfar við heimahjúkrun við heilsugæsluna á Selfossi og líkar starfið vel. „Ef ég hefði ekki stigið þetta skref, að fara aftur í skóla, er ég ansi hrædd um að ég sæti enn heima inni- lokuð og einangruð og þekkti ekki allt þetta góða fólk sem ég hef kynnst í gegnum námið og vinnuna.“ Guðrún telur að kynna þyrfti Grunnmenntaskólann og Nám og þjálfun betur fyrir fólki sem hefur einhverra hluta vegna ekki haldið áfram námi að loknum grunnskóla. Það undirbúi fólk vel undir að takast á við nám í framhaldsskóla. „Ef þetta tækifæri hefði ekki verið til staðar þá væri ég ekki komin á þann stað sem ég er á núna. Fyrst ég gat þetta þá getið þið það líka. Ég lít framtíðina björtum augum.“ Haraldur jóhann Ingólfsson KeNNARINN SAGÐI AÐ HANN VÆRI HeIMSKUR oG LATUR Haraldur Jóhann Ingólfsson er fæddur 1967 á Sauðárkróki. Hann gekk í barna- og gagnfræðaskóla á Sauðárkróki sem lauk með samræmdum prófum en fékk nánast núll á þeim prófum. Þegar hann var aðeins níu eða tíu ára gamall var hann hættur að halda í við samnemendur sína. Það leiddi til þess að Haraldur var sendur til augnlæknis á Akureyri sem staðfesti að það væri ekkert að sjón hans heldur ætti hann að etja við það sem kallaðist lesblinda. Þegar Haraldur kom til baka í skólann var hann tek- inn upp að töflu til að lesa upphátt fyrir bekkinn eins og tíðk- aðist í skólanum og gekk það illa eins og vanalega. Kennarinn spurði hvað væri eiginlega að honum, Haraldur sagði kennar- anum eins og var að hann gæti ekki lesið þetta almennilega vegna þess að hann væri lesblindur. Þá sagði kennarinn hátt og snjallt við Harald og yfir allan bekkinn: „Sjáið þið þennan aumingja sem þykist vera lesblindur sem er einhver tíska núna. Hann er bara vitlaus, heimskur og latur og getur ekki og nennir ekki að læra.“ Þessu trúði Haraldur í nær þrjá áratugi. Hætti að nenna að læra og sneri náminu upp í fíflaskap Upp úr þessu hætti Haraldur að nenna að læra. Veran í skól- anum fór í fíflaskap, hann þurfti samt alltaf að mæta, bæði í tímana og próf. Og þar sem hann var alltaf óundirbúinn þá gekk honum illa í prófunum. Orðið próf veldur Haraldi kvíða og stressi enn þann dag í dag. Með einni undantekningu þó. „Eitt fag lærði ég. Það var í níunda bekk og ég mátti sækja valnámskeið í sjóvinnu. Þar veitti lokaprófið, svokallað pungapróf, réttindi til að stjórna 30 rúmlesta smáskipum. Skrítið, því prófi lauk ég með stæl. Því að ég hafði áhuga á þessu og þarna var góður kennari sem hafði skilning á svona strákum eins og mér.“ Haraldur hætti í skóla eftir gagn- fræðaskóla. Hann fór á sjóinn, reri með föður sínum á trillu sem þeir áttu saman. Námið olli kaflaskiptum „Við höfðum oft rætt lesblinduna, ég og konan mín, þar sem hún þurfti að lesa flestallt fyrir mig. Líka skrifa því ég er líka skrifblindur. Ég þarf að vanda mig til þess að geta skrifað nafnið mitt rétt.“ Veturinn 2006–2007 vann Haraldur sem verkamaður á Vélaverkstæði KS á Sauðárkróki. Þangað kom fulltrúi frá Farskólanum miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra með kynningu í viku símenntunar. Þar var fjallað um lesblindunám fyrir fullorðna, námsleiðina Aftur í nám með Ron Davis-leiðréttingu. „Ég skráði mig í námið hjá Far- skólanum. Það er óhætt að segja að við það urðu kaflaskipti í lífi mínu.“ Haraldur hélt áfram skráði sig næst í Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun. Haraldur þakkar starfsfólki Far- skólans og Lamba og Sturlu sem komu frá Akureyri vegna þess að eftir kynni við þá komst hann að því að kennarinn hafði fyrir þrátíu árum haft rangt fyrir sér fyrir sér. „Ég gat vel lært og ég var ekkert mjög vitlaus.“ Það jók sjálfstraust Haraldar mikið. Sagði krökkunum í Fjölbrautaskólanum að þegja Haustið 2007 skráði Haraldur sig í nám við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra til þess að taka A-réttindi í vélstjórn og hefja nám í vélvirkjun. Í viku símenntunar haustið 2009 var Haraldur enn við störf á Vélaverkstæðinu. Þangað kom fulltrúi frá Farskólanum og kynnti meðal annars raunfærni- mat. Haraldur benti þá á að raunfærnimat gagnaðist einstak- lingum eins og honum ekki því hann kæmist ekki í gegnum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.