Gátt - 2014, Page 96

Gátt - 2014, Page 96
96 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 Fyrir nokkru hóf IÐAN fræðslusetur markvissar heimsóknir og kynn- ingar í fyrirtækjum aðildarfélaga okkar undir heitinu Fyrirtækja- þjónusta. Hefur þjónustan skapað sér ákveðinn sess hjá IÐUNNI og á síðasta starfsári var til að mynda 151 fyrirtæki sótt heim. Í einni slíkri heimsókn hjá Slippnum á Akureyri kom fram að þörf væri á mennt- uðum málmsuðumönnum. Námskrá í málmsuðu hefur um nokkurra ára skeið verið hluti af aðalnámskrá framhaldsskóla en námið í raun hvergi verið kennt. Námið er 75 eininga löggilt iðngrein sem lýkur með lokaprófi úr skóla og sveinsbréfi en í því er mjög mikil verkleg og sérfræðileg suðukennsla. Í samvinnu við Félag málmiðnaðarmanna á Akureyri (FMA), Verkmenntaskólann á Akureyri (VMA), Slippinn og Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar (SÍMEY) var því ákveðið að kanna hvort ekki væri hægt að mæta þessari þörf. Ljóst var að ef uppfylla ætti þörfina þyrfti margt að ganga upp og töluverðum tíma var varið í að greina og undirbúa ferli sem hentaði. Ákveðið var að bjóða upp á raunfærnimat í málmsuðu á Norðurlandi sem var samvinnuverkefni IÐUNNAR, VMA, FMA og SÍMEY með liðsinni FA eins og í öðrum raunfærnimatsverkefnum. Fór matið fram í september 2013. Matsaðilar voru fagmenn IÐUNNAR og VMA en ráðgjafar í verkefninu voru frá IÐUNNI og SÍMEY. Í framkvæmd matsins var töluvert um verklegar æfingar og því framkvæmdin flóknari en oft áður. Skemmst er frá því að segja að mjög vel tókst til og fengu þátttakendur, sem voru 12 talsins að meðaltali, um 42 einingar metnar. Meðalaldur þátttakenda var 35 ár og höfðu þeir allir a.m.k. 5 ára starfsreynslu í málmsuðu. Í framhaldi af raunfærnimatinu bauð VMA upp á nám í málmsuðu sem var tilraunaverkefni IÐUNNAR og VMA. Í því fólst meðal annars að sérfræðingur frá IÐUNNI kom og kenndi áfanga í lotum sem ekki var þekking til að kenna innan VMA. Nýttu 10 einstaklingar úr raunfærnimatinu sér það námstilboð. Þeir útskrifuðust svo frá VMA í desember og fengu sveinsbréf afhent í framhaldinu við hátíðlega athöfn í Iðnaðarsafninu á Akureyri. Þótti sú staðsetning vel við hæfi þar sem verið væri að afhenda sveinsbréf í málmsuðu í fyrsta sinn. Tíu stoltir einstaklingar voru nú komnir með hiLdUr ELÍN VigNir S A M V I N N A S e M S K I L A R Á V I N N I N G I Hildur Elín Vignir Jóhann Rúnar Sigurðsson formaður FMA. Jóhann Rúnar, Páll Ómar einn þátttakenda og greinarhöfundur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.