Gátt - 2014, Side 100

Gátt - 2014, Side 100
100 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 H V e R e R Á V I N N I N G U R e Q M - V o T T - U N A R ? Fyrir fræðsluaðila á vettvangi framhaldsfræðslunnar á Íslandi getur EQM-vottun verið liður í því að fá viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem viðurkenndur fræðsluaðili, sbr. lög um framhaldsfræðslu nr. 27/2010 og reglugerð um framhaldsfræðslu nr. 1163/2011. Með EQM-vottuninni er verið að mæta þörfum fyrir aukið gegnsæi og gæðavottun í símenntun og fullorðins- fræðslu. Hún mun gagnast öllum þeim sem skipuleggja, bjóða upp á, meta og nota símenntun og fullorðinsfræðslu. Þar á meðal vinnuveitendum, fræðslusjóðum stéttarfélaga, fræðsluaðilum og síðast en ekki síst námsmönnunum sjálfum sem sækjast eftir því að þjónustan uppfylli þeirra eigin kröfur og væntingar um gæði. Fræðsluaðili, sem hlotið hefur EQM-vottun, fær leyfi til að nota EQM-gæðamerkið í efni sem dreift er til að vekja athygli á þeirri starfsemi sem lýst er á vottunarskírteini. Ávinningur gæðavottunar er þó fyrst og fremst aukin gæðavitund sem eflir fræðslustarfsemina. Þess vegna er öllum fræðsluaðilum heimilt að nýta EQM-verkfærin til sjálfs- mats og eflingu gæða. Óski fræðsluaðili eftir EQM-vottun þarf að sækja um það til Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins á sérstöku eyðublaði. Listi yfir vottaða fræðsluaðila Fræðsluaðili Dagsetning vottunar IÐAN fræðslusetur 21.06.2012 Þekkingarnet Þingeyinga 25.06.2012 Starfsmennt – fræðslusetur 22.10.2012 Framvegis – miðstöð símenntunar 23.11.2012 Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra 26.11.2012 Mímir-símenntun 13.12.2012 SÍMEY – Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar 14.01.2013 Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum 16.01.2013 Viska – fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja 16.01.2013 Austurbrú 16.01.2013 Fræðslunet Suðurlands 16.01.2013 Fræðslumiðstöð Vestfjarða 18.01.2013 Símenntunarmiðstöðin Vesturlandi 22.01.2013 PROMENNT 19.09. 2013 Hringsjá – náms- og starfsendurhæfing 05.06.2014 Fræðsludeild Landsbankans 08.07.2014 Fræðslumiðstöð atvinnulífsins er vottunaraðili EQM á Íslandi. EQM stendur fyrir European Quality Mark eða Evrópska gæðamerkið og er gegnsætt matsferli fyrir fræðsluaðila til að meta starfshætti sína út frá viðurkenndum gæðaviðmiðum. EQM er hannað til að mæta síauknum kröfum um gagnsemi náms og sameiginleg gæða- viðmið fyrir fræðsluaðila utan hins formlega skólakerfis. EQM tekur mið af: • gæðum þjónustunnar sem fræðsluaðili veitir, • innri gæðastjórnun og verklagsreglum fræðsluaðila, • hvernig núverandi starfshættir samræmast viðurkenndum gæðaviðmiðum. EQM byggist á sjálfsmati sem er yfirfarið af EQM viðurkenndum úttektaraðila sem kemur einnig með ábendingar um gæðamál og umbætur meðan á úttektarferlinu stendur. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur gert samning við vottunarstofuna British Standards Institution á Íslandi (BSI) um að vera úttektaraðili EQM. ritstjórN e V R ó P S K A G Æ Ð A M e R K I Ð – e Q M V o T T A Ð I R F R Æ Ð S L U A Ð I L A R
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.