Gátt - 2014, Page 105
105
F r Æ Ð s L U M i Ð s t Ö Ð A t V i N N U L Í F s i N s
g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4
I P A V e R K e F N I : þ R ó U N R A U N -
F Æ R N I M A T S T I L A Ð e F L A S T A R F S -
H Æ F N I F U L L o R Ð I N N A M e Ð L I T L A
F o R M L e G A M e N N T U N
Árið 2012 fékk FA svonefndan IPA (Instrument for Pre-
Accession Assistance – IPA) – styrk frá Evrópusambandinu
til verkefnisins Þróun raunfærnimats til að efla starfshæfni
fullorðinna með litla formlega menntun. Heildarupphæð
verkefnisins er 2.500.000 evrur og nam styrkur Evrópusam-
bandsins 1.875.000 evrum eða 75% af upphæðinni. Mót-
framlag 25% greiðir Fræðslusjóður. Verkefnið hófst formlega
1. september 2012 og er til þriggja ára.
Verkefnalýsingin var unnin í samráði við mennta- og
menningarmálráðuneytið, velferðaráðuneytið og aðila
vinnumarkaðarins ásamt fjármálaráðuneyti og Sérfræðiset-
urs í ævilangri náms- og starfsráðgjöf. Í verkefninu átti að
leggja grunn að 47 nýjum raunfærnimats-verkefnum, auk
þess að byggja átti upp vefgátt um störf og nám með 500
lýsingum starfa. Þetta starf byggðist meðal annars á grein-
ingum á þörfum vinnumarkaðar fyrir þekkingu, sem unnar
eru af Vinnumálastofnun. Í lok verkefnisins átti að kynna
afurðir þess.
Þetta er stærsta einstaka verkefnið, sem FA hefur
tekið að sér utan þjónustusamnings við mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytið. Staða verkefnisins nú er óljós, en mikill
árangur hefur náðst með þeirri vinnu sem þegar er lokið. Í
september 2013 óskaði ESB eftir því að hægt yrði á vinnu við
verkefnið og sendi síðan uppsagnarbréf með tveggja mánaða
fyrirvara í febrúar 2014. FA telur uppsögnina ólögmæta og
hefur leitað lögfræðiaðstoðar til að gæta hagsmuna sinna.
Einnig hefur verið send kvörtun til Umboðsmanns Evrópu-
sambandsins.
R A U N F Æ R N I M A T Í N ý j U M G R e I N -
U M
Haldnir hafa verið fundir með hagsmunaaðilum og unnið
með framkvæmdaraðilum vegna undirbúnings og samninga-
gerðar fyrir framkvæmd raunfærnimats. Umfangsmikil vinna
átti sér stað í tengslum við að draga fram áfanga í greinum,
útbúa verklýsingar, forsendur, verðkönnunargögn, samn-
inga, fylgiskjöl og skilablöð. Send voru út bréf til samstarfs-
aðila reglulega til kanna áhuga á þátttöku í verðkönnunum
og auglýsa greinar í verðkönnun. Samtals voru 22 samningar
gerðir við framkvæmdaraðila um vinnu við gátlista- og verk-
færagerð og framkvæmd raunfærnimats (12 nýjar greinar á
tímabilinu). Yfirlit stöðu raunfærnimatsverkefna
Lokið var við gerð viðmiða og verkfæri í mati fyrir verð-
könnun í Almennri starfshæfni (unnið í samstarfi við hags-
Greinar í raunfærnimati Staða
1 Málmsuða Fræðslunet-símenntun á Suðurlandi Lokið
2 Slátrun Fræðslunet-símenntun á Suðurlandi Lokið
3 Skrúðgarðyrkja IÐAN-fræðslusetur Lokið
4 Félagsmála- og tómstundabraut Mímir-símenntun Lokið
5 Skólaliðar- og stuðningsfulltrúar Fræðslusetrið Starfsmennt Lokið
6 Tölvuþjónustubraut Miðstöð símenntunar á Suðurlandi Lokið
7 Almennar bóklegar greinar Mímir-símenntun Í vinnslu
8 Hestamennska Fræðslunet-símenntun á Suðurlandi Í vinnslu
9 Garð- og skógarplöntubraut Fræðslunet-símenntun á Suðurlandi Í vinnslu
10 Fiskveiðar Miðstöð símenntunar á Suðurlandi Í vinnslu
11 Ylræktarbraut Fræðslunet-símenntun á Suðurlandi Í vinnslu
12 Netagerð IÐAN-fræðslusetur Í vinnslu
13 Fiskeldi Miðstöð símenntunar á Suðurlandi Í vinnslu
14 Aðstoðarþjónar IÐAN-fræðslusetur Í vinnslu
15 Tanntæknar Fræðslusetrið Starfsmennt Í vinnslu
16 Almenn starfshæfni Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar Í vinnslu
17 Rannsóknartæknar Fræðslusetrið Starfsmennt Í vinnslu