Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1980, Page 41

Læknaneminn - 01.12.1980, Page 41
(homocystinemia, hyperkolesterolemia) og skyndilegur háþrýstingur.4- Allar þessar aðferðir leiða til sáramyndunar í æðaþeli og síðar þeirrar framvindu, sem að ofan er lýst, og svo mjög líkist æðakölkun. Engu að síður verður að hafa hugfast, að allar þessar tilraunir eru ófullkomin sönnunar- gögn, þegar leitað er orsaka æðakölkunar. I mörg- um tilraunanna er áverkinn miklu stórfenglegri, heldur en ætla má að eigi sér stað við náttúrulegar aðstæður, og hefur áhrif á fleiri lög æðaveggjarins en æðaþelið eitt.36,37 Sumar tilraunanna hefur ekki tekist að endurtaka í öðrum dýrategundum. Þannig fundu Ross og Harker,41 að langvinn hækkun kóle- steróls í blóði apa olli sármyndun í æðaþeli. Clowes og samstarfsmenn43 fundu engin merki slíkrar sár- myndunar í rottum með langvinna kólesteról-hækk- un. Auk ofangreindra dæma um æðakölkun af manna- völdum (experimental atherosclerosis), hafa ýmsar aðrar athuganir rennt stoðun undir áverkakenning- una: Æðakölkun af náttúrunnar hendi (spontaneous atherosclerosis) í mönnum og dýrum verður helst fundin á þeim stöðum slagæðakerfisins, þar sem mest mæðir ágangur blóðstreymis (hemodynamic shearing), t. d. þar sem æðar greinast.42 Klassískri æðakölkun hefur jafnvel verið lýst í bláæðum, sem búa við sama blóðþrýsting og ríkir slagæðamegin í blóðrásinni, t. d. vegna skammhlaups (shunts) milli slagæðar og bláæðar44 eða þegar bláæð er notuð í slagæðaskurðlækningum (bypass).45 Krufningar á ungu fólki með ókalkaðar slagæðar hafa leitt í ljós lítil æðaþelssár á sömu stöðum og oft má finna æða- kölkun í eldri æðum.46 Þessar athuganir eru þó tak- markaðar, og augljóslega er erfitt að fylgja ferli æða- skemmda í mönnum frá fyrstu stigum. Hins vegar eru til dúfur, sem fá æðakölkun á vissu æviskeiði.47 Vegna þess, að æðakölkunin herjar alltaf á sömu hluta slagæðakerfisins, hefur verið unnt að fylgja öllum þróunarferli æðaskemmdarinnar.48 Athyglis- vert er, að æðaþelsbreytingar eru fyrstu merki þess, að æðakölkun fari í hönd í dúfum þessum.48,49 Ýmsum tilgátum hefur verið varpað fram til skýringar á hugsanlegu orsakasambandi æðakölkun- ar og æðaþelsáverka. Eitt af hlutverkum heilbrigðs æðaþels er að stjórna og takmarka innstreymi ým- issa stærri sameinda inn í æðavegginn (selective Áverkakenning Æðaþelsáverki Háþrýstingur Hátt LDL Reykingar Ónæmisárás Stífiræðaveggir (öldrun, sykursýki) V Blóðflöguklumpun Röskun PGI2/TXA2 hlutfalls Reykingar Hátt LDL Sykursýki Vaxtar- og hreyfivaki v Fjölgun sléttra vöðvafruma í innlagi V Bandvefsmyndun -------^ Fitusöfnun (kollagen, elastín.GAG) Mynd 1. barrier).33,50,51 Þótt sýnt hafi verið fram á, að jafnvel stór prótein komist frá blóði inn í heilbrigð- an slagæðavegg30,31,52 virðisL ljóst, að leið slíkra sameinda, þ. á m. kólesterólríkra lípópróteina (LDL), verður greiðari ef varnargarðurinn er rof- inn.7,u1,53 Skilyrði hafa því skapast fyrir aukin áhrif þessara sameinda á sléttar vöðvafrumur inn- lagsins,9 og fyrir kólesteról og kólesterólestra að hlaðast upp, bæði innan frumna og utan. Blóðflöyur — Vaxtar- oy hrcyfivaUi Nýleg útgáfa áverkakenningarinnar, sem nú á miklu fylgi að fagna,13 á rætur að rekja til upp- götvunar, sem Ross og samverkamenn hans gerðu snemma á síðasta áratug.54 Þeir sýndu fram á, að blóðflögur innihalda prótein, sem hvetur til fjölgun- LÆKNANEMINN 39

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.