Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1980, Qupperneq 41

Læknaneminn - 01.12.1980, Qupperneq 41
(homocystinemia, hyperkolesterolemia) og skyndilegur háþrýstingur.4- Allar þessar aðferðir leiða til sáramyndunar í æðaþeli og síðar þeirrar framvindu, sem að ofan er lýst, og svo mjög líkist æðakölkun. Engu að síður verður að hafa hugfast, að allar þessar tilraunir eru ófullkomin sönnunar- gögn, þegar leitað er orsaka æðakölkunar. I mörg- um tilraunanna er áverkinn miklu stórfenglegri, heldur en ætla má að eigi sér stað við náttúrulegar aðstæður, og hefur áhrif á fleiri lög æðaveggjarins en æðaþelið eitt.36,37 Sumar tilraunanna hefur ekki tekist að endurtaka í öðrum dýrategundum. Þannig fundu Ross og Harker,41 að langvinn hækkun kóle- steróls í blóði apa olli sármyndun í æðaþeli. Clowes og samstarfsmenn43 fundu engin merki slíkrar sár- myndunar í rottum með langvinna kólesteról-hækk- un. Auk ofangreindra dæma um æðakölkun af manna- völdum (experimental atherosclerosis), hafa ýmsar aðrar athuganir rennt stoðun undir áverkakenning- una: Æðakölkun af náttúrunnar hendi (spontaneous atherosclerosis) í mönnum og dýrum verður helst fundin á þeim stöðum slagæðakerfisins, þar sem mest mæðir ágangur blóðstreymis (hemodynamic shearing), t. d. þar sem æðar greinast.42 Klassískri æðakölkun hefur jafnvel verið lýst í bláæðum, sem búa við sama blóðþrýsting og ríkir slagæðamegin í blóðrásinni, t. d. vegna skammhlaups (shunts) milli slagæðar og bláæðar44 eða þegar bláæð er notuð í slagæðaskurðlækningum (bypass).45 Krufningar á ungu fólki með ókalkaðar slagæðar hafa leitt í ljós lítil æðaþelssár á sömu stöðum og oft má finna æða- kölkun í eldri æðum.46 Þessar athuganir eru þó tak- markaðar, og augljóslega er erfitt að fylgja ferli æða- skemmda í mönnum frá fyrstu stigum. Hins vegar eru til dúfur, sem fá æðakölkun á vissu æviskeiði.47 Vegna þess, að æðakölkunin herjar alltaf á sömu hluta slagæðakerfisins, hefur verið unnt að fylgja öllum þróunarferli æðaskemmdarinnar.48 Athyglis- vert er, að æðaþelsbreytingar eru fyrstu merki þess, að æðakölkun fari í hönd í dúfum þessum.48,49 Ýmsum tilgátum hefur verið varpað fram til skýringar á hugsanlegu orsakasambandi æðakölkun- ar og æðaþelsáverka. Eitt af hlutverkum heilbrigðs æðaþels er að stjórna og takmarka innstreymi ým- issa stærri sameinda inn í æðavegginn (selective Áverkakenning Æðaþelsáverki Háþrýstingur Hátt LDL Reykingar Ónæmisárás Stífiræðaveggir (öldrun, sykursýki) V Blóðflöguklumpun Röskun PGI2/TXA2 hlutfalls Reykingar Hátt LDL Sykursýki Vaxtar- og hreyfivaki v Fjölgun sléttra vöðvafruma í innlagi V Bandvefsmyndun -------^ Fitusöfnun (kollagen, elastín.GAG) Mynd 1. barrier).33,50,51 Þótt sýnt hafi verið fram á, að jafnvel stór prótein komist frá blóði inn í heilbrigð- an slagæðavegg30,31,52 virðisL ljóst, að leið slíkra sameinda, þ. á m. kólesterólríkra lípópróteina (LDL), verður greiðari ef varnargarðurinn er rof- inn.7,u1,53 Skilyrði hafa því skapast fyrir aukin áhrif þessara sameinda á sléttar vöðvafrumur inn- lagsins,9 og fyrir kólesteról og kólesterólestra að hlaðast upp, bæði innan frumna og utan. Blóðflöyur — Vaxtar- oy hrcyfivaUi Nýleg útgáfa áverkakenningarinnar, sem nú á miklu fylgi að fagna,13 á rætur að rekja til upp- götvunar, sem Ross og samverkamenn hans gerðu snemma á síðasta áratug.54 Þeir sýndu fram á, að blóðflögur innihalda prótein, sem hvetur til fjölgun- LÆKNANEMINN 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.