Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 23

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 23
yfir móðuna miklu. En ég vil sérstaklega minnast tveggja frábærra félaga okkar, sem nýlega eru látnir. Frú Guðný Guðmundsdóttir Hagalín var óvenjuleg kona, gáfuð og menntuð, með óbilandi kjark og áhuga. Henni var samúðin með olnbogabörnunum í blóð borin. Með óbilandi afli og sannfæringarvissu barðist hún til hinstu stundar fyrir málefnum Alþýðuflokksins og mál- stað smælingjanna. Skapfesta hennar, samblandin dá- samlegri kýmni, gerði þessa konu minnisstæða, öllum þeim, er henni kynntust. Hún var hetja og baráttukona með viðkvæmt hjarta og hlýjan hug. Alþýðuflokkurinn hefir orðið fyrir miklu tjóni við fráfall Finns Jónssonar alþingismanns. Þótt hann væri ekki gamall maður, er hann lézt, var hann einn af frum- herjunum í hreyfingu okkar. Ungur gekk hann á hönd hugsjón jafnaðarstefnunnar, og hélt órofa tryggð við hana alla æfi. Og það er vissulega munur að því manns- liði. Hann var óvenjulega starfhæfur maður, er aflað hafði sér mikillar menntunar og staðgóðrar þekkingar, einkum í sjávarútvegs- og fjárhagsmálum. Hann var sérlega tryggur og vinfastur, áræðinn og ötull baráttu- maður, sem alltaf var tilbúinn til starfs. I banalegunni snérist hugur hans oft um flokkinn og alþýðuhreyfing- una, og dauðveikur las hann fyrir greinar í Alþýðu- blaðið. Hann starfaði sem hetja, hann dó sem hetja. En minning hans mun lifa í annálum Alþýðuflokksins og í hugum hinna mörgu félaga og góðu vina, og sú hylling nær einnig til hundraða af tryggum flokks- systkinum, sem látist hafa undanfarið þingtímabil. Við lýsum þakklæti og friði yfir minningu hins mæta fólks. Að þessu sinni eins og oft áður kemur þing Alþýðu- 21

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.