Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 24

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 24
flokksins saman á örlagaríkum tímum. í heiminum geisar köld styrjöld, er þó öðru hvoru brýst út í ljósa heita loga. Öryggisleysi, óvissa og ótti einkennir mjög ástand alþjóðamála. Enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sínu í þessum efnum. Þetta kvíðvænlega ástand, orkar að sjálfsögðu einnig á íslenzkt þjóðlíf og stjórnmál. Islendingar eru ekki lengur afskekktir. Það sýndi bezt síðasta styrjöld og yfirstandandi tímar yfirleitt. Og einmitt þessar stað- reyndir gerðu það að verkum að ísland gerðist aðili að varnarsamtökum Atlandshafsbandalagsins og samdi einnig um hervernd landsins. I skýrslu minni til flokksþingsins mun ég rekja nokkuð nánar aðdrag'andann að hervarnarsamningnum og skýra frá afstöðu og afskiptum Alþýðuflokksins af því máli. En mér virðist vera ástæða til þess að drepa hér með nokkrum orðum á vandamál þau, sem skapazt hafa við dvöl erlends varnarliðs í landinu og á þá stjórn- málaspákaupmennsku, sem rekin er hér, og þá að sjálf- sögðu einkum af kommúnistum, í sambandi við þetta mál. Það er engum efa bundið, að dvöl erlends herliðs getur skapað ýmis vandamál. Ber brýna nauðsyn til þess að ræða þau mál án æsinga og sérstaklega að forðast að láta hóflausan róg og markvissa skemmdar- starfsemi kommúnista villa mönnum sýn. Einkum er þar vert að hafa í huga, að ef ekki ógnaði nú lýðfrjáls- um löndum, ófriðarhætta hins alþjóðlega kommúnisma, hefði ekki þurft til þess að koma, að fá hingað varnar- lið. En einmitt þeir menn hér á landi, sem eru einn anginn úr hópi þeirra manna eða samtaka, er ógna 22

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.